fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Gínugirnd leiddi til innbrota

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 17:00

Útstilling Gínur í glugga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronand Dotson, frá Detroit í Michigan, hlaut næstum lífstíðarfangelsi fyrir nokkur innbrot, öll framin svo hann gæti fullnægt gínugirnd sinni.

Dotson, 48 ára, varð góðkunningi lögreglunnar eftir að hafa verið handtekinn fyrir að brjótast minnst sex sinnum inn í ýmsar verslanir yfir 13 ára tímabil. Í öllum tilvikum voru innbrotin framin svo Dotson gæti fullnægt blæti sínu, en hann ágirntist gínur verslananna. Sat Dotson inni fyrir innbrotin.

Hann var fyrst handtekinn árið 1993 á bak við verslun í Ferndale í Detroit. Þar var hann að „skemmta“ þremur gínum, sem allar voru klæddar í kynþokkafull undirföt. Síðasta skiptið sem hann var handtekinn var 9. október árið 2006, þá braut hann rúðu og rústaði útstillingum í gluggum verslunarinnar, allt til að komast að einni gínu sem hann hafði augastað á. Sú var klædd í svarthvítan búning þjónustustúlku.

Dotson hafði þá verið innan við viku á skilorði eftir sjötta fangelsisdóminn fyrir sams konar brot, en þörf hans var óstöðvandi. Var hann dæmdur til 18 mánaða til 30 ára fangelsisvistar og sagði hann fyrir dómi að hann hefði aldrei getað séð um sig sjálfur. Talið var að háttsemi Dotson vekti hræðslu í samfélaginu, þrátt fyrir að hann hefði aldrei skaðað neinn með glæpum sínum.
Velta má fyrir sér af hverju Dotson keypti sér einfaldlega ekki sína eigin gínu til að hafa heima hjá sér, þar sem blæti á borð við hans er ekki ólöglegt innan veggja heimilis fólks.

„Dotson sagði við skilorðsfulltrúa sinn að hann ætlaði að kaupa sér gínu, svo hann gæti stundað athæfi sitt heima í stað þess að standa í eilífum innbrotum,“ sagði rannsóknarlögreglumaður í Ferndale-lögreglunni fyrir atvikið árið 2006. „Greinilegt er að það virkaði ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Í gær

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma