Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Fréttir

Hrellirinn í Norðurbakka hefur komið víða við – Sakaður um að flassa og áreita börn – Flæmdi bæjarfulltrúa úr húsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er ekki með samvisku, hann er sociopath,“ segir íbúi við Norðurbakka í Hafnarfirði, um ofbeldisfullan og uppivöðslusaman nágranna sem valdið hefur mörgum íbúum í götunni vægast sagt miklum óþægindum – raunar víðar í Hafnarfirði. Maðurinn, sem fæddur er árið 1969, gekk um tíma undir viðurnefninu „Flassarinn í Hafnarfirði“ eftir að hann beraði kynfæri sín fyrir börnum í bænum.

Í gær fjölluðum við um mál Cris Rafael Silao, sem er frá Filipseyjum, en hann hefur orðið fyrir kynþáttaníði af hendi mannsins og mjög ógnandi framkomu, en þá var maðurinn með hníf í hendi. Kallaði hann Cris „helvítis Tælending“ og hótaði að drepa hann.

Cris býr í næstu blokk við manninn og hafði spurnir að því að íbúar í blokk mannsins væru að reyna að koma honum út úr húsinu vegna ótrúlegrar hegðunar hans, en maðurinn er sagður hafa migið í lyftuna og fróað sér úti á svölum.

Flæmdi nágranna sinn úr húsinu

Fyrr í sumar var greint frá því í fréttum að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Friðþjófur Helgi Karlsson, hefði ákveðið að flytja úr þessari blokk í Norðurbakka vegna ofsókna nágranna síns. Um þennan sama mann er þar að ræða. Í frétt DV af málinu segir:

„Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur selt íbúð sína í blokk í Norðurbakka, að sögn vegna ofsókna nágranna síns.

Í Facebook-færslunni segir Friðþjófur:

„Norðurbakinn seldur í dag. Blendnar tilfinningar en það var ekki annað í stöðunni. Áreitni, hótanir og ærumeiðingar en ekki síst skelfingu lostin börn sem ekki þorðu að vera heima hjá sér vegna óttatilfinningar er hluti af ástæðunni fyrir sölunni. Sem er auðvitað ömurlegt. En við öll tímamót leynast tækifæri. Þannig höfum við turtildúfurnar ákveðið að fara að búa. Og nú taka við spennandi tímar við leit að nýju húsnæði í Hafnarfirði sem hýst getur mig og Laufeyju mína ásamt barnaskaranum okkar.“

Sagði að Friðþjófur ætti ekki börnin sín

Í viðtali við Hringbraut segir Friðþjófur að ofsóknir nágrannans hafi staðið yfir í tvö ár og um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi haldið fjölskyldu hans í heljargreipum. Nágranninn hafi meðal annars sagt að Friðþjófur ætti ekki börnin sín. Börn Friðþjófs sé dauðhrædd við manninn og segir Friðþjófur að honum þyki verst hvað þau hafi orðið að upplifa vegna þessara ofsókna undanfarin tvö ár.“

Sjá einnig:

Verður fyrir kynþáttaníði og ógnunum frá dæmdum sakamanni í Hafnarfirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru

Vilt þú verða borgarritari? Sjáðu hverjar hæfniskröfurnar eru
Fréttir
Í gær

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“

Eymundur hefur fylgt nokkrum til grafar: „Félagsfælni er dauðans alvara og ekkert til að leika sér með“