fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Verður fyrir kynþáttaníði og ógnunum frá dæmdum sakamanni í Hafnarfirði – „Hann mígur í lyftuna og fróar sér á svölunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cris Rafael Silao heitir maður frá Filippseyjum sem búsettur hefur verið á Íslandi síðan árið 1998 og talar reiprennandi íslensku. Cris býr í Norðurbakkanum í Hafnarfirði og nýlega varð hann fyrir mjög ógnandi og svívirðilegri framkomu af hendi eins nágranna síns. Um er að ræða mann sem stríðir við geðræn vandamál og var nýlega á geðdeild en er þó sakhæfur og hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi. Cris birti mynd af manninum á Facebook-síðu sinni og lýsti atvikinu með eftirfarandi orðum:

„Ég lenti í óskemmtilegri reynslu þar sem maðurinn hér á myndinni hefur hótað mér öllu illu og sett út á kynþátt minn, ég geri mér grein fyrir að hann er veikur en það er orðið óþæglegt að fara út fyrir dyrnar með hundinn minn.  Ég hitti hann fyrsta skipti í fyrsta júli og var hann með hníf á sér, ég hringdi í lögregluna en fékk engan viðbrögð. Ég vil gjarnan fá að vita hver þessi maður er og ræða við hann eða hans aðstandendur.“

Í samtali við DV segir Cris að maðurinn hafi kallaði hann „helvítis Tælending“ og hótað að drepa hann. Sérlega óhugnanlegt er til þess að vita að maðurinn hafi verið vopnaður hnífi þegar hann veittist að Cris.

Cris ætlaði að tilkynna málið til lögreglu í morgun en það gekk ekki sérlega vel fyrir sig: „Ég fór á stöðina í morgun og þá var mér sagt að það þyrfti að panta tíma. Ég fékk tíma næsta mánudag og get fyrst tilkynnt þetta þá,“ segir Cris við DV.

Cris segist hafa heimildir fyrir því að maðurinn sé á sakaskrá og hafi fengið dóm fyrir ofbeldisbrot. Maðurinn býr í næstu blokk við Cris í Norðurbakkanum en nágrannar mannsins eru að reyna að koma honum út úr húsi vegna ótrúlegs framferðis hans: „Það er allt í uppnámi út af honum þar. Hann mígur í lyftuna og fróar sér á svölunum.“

Cris segir jafnframt að um sé að ræða sama mann og var í fréttum árið 2015 vegna þess athæfis að bera kynfæri sín fyrir framan börn. Gekk maðurinn undir heitinu „Flassarinn í Hafnarfirði“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu
Fréttir
Í gær

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið við smálánafyrirtækin

Stríðið við smálánafyrirtækin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund