fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Dró fram hníf í deilum í austurbænum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 08:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi vegna hóps manna sem greindi á í austurbænum. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að einn úr hópnum hafi dregið fram hníf þegar leið á deilurnar. Lögregla lagði hald á hnífinn og bíður maðurinn nú ákvörðunar ákærusviðs um framhald málsins. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í dagbók lögreglu.

Lögregla handtók svo mann rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna gruns um líkamsárás í miðborginni. Að sögn lögreglu var viðkomandi undir talsverðum áhrifum fíkniefna og fékk hann að gista fangageymslur. Hann verður yfirheyrður í dag.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar var stöðvaður í Hafnarfirði en sá hinn sami hafði ekki ökuskírteini sitt undir höndum þegar lögregla stöðvaði hann. Sömu sögu er að segja af hinum en sá reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Að öðru leyti var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglu en alls eru um tuttugu mál skráð í málaskrá hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára