fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Dró fram hníf í deilum í austurbænum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 08:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi vegna hóps manna sem greindi á í austurbænum. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að einn úr hópnum hafi dregið fram hníf þegar leið á deilurnar. Lögregla lagði hald á hnífinn og bíður maðurinn nú ákvörðunar ákærusviðs um framhald málsins. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í dagbók lögreglu.

Lögregla handtók svo mann rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna gruns um líkamsárás í miðborginni. Að sögn lögreglu var viðkomandi undir talsverðum áhrifum fíkniefna og fékk hann að gista fangageymslur. Hann verður yfirheyrður í dag.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar var stöðvaður í Hafnarfirði en sá hinn sami hafði ekki ökuskírteini sitt undir höndum þegar lögregla stöðvaði hann. Sömu sögu er að segja af hinum en sá reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Að öðru leyti var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglu en alls eru um tuttugu mál skráð í málaskrá hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Í gær

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum