fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Hildur segir Ingó Veðurguð hálfvita sem níðist á feitum konum og reyni við unglinga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, hjólar í Ingólf Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Twitter. Hún sparar ekki stóru orðin og segir hann reyna við unglinga.

Síðastliðinn laugardag skrifaði Hildur tíst þar sem hún gagnrýndi sérstaklega texta Ingó við lag hans Gestalistinn 2. „Gaman að þessi hálfviti skuli hafa tekið sér pásu frá því að reyna við unglinga til að reyna að niðurlægja konu á grundvelli líkamsgerðar. Slow fkn clap,“ skrifaði Hildur þá.

Hún vísar sérstaklega til eftirfarandi hluta í texta lagsins: „Svo kemur líkamsvirðingar-Tara. Og hún fær sér hamborgara“. Hún nefnir þó ekki að sjálf er hún á „gestalistanum“. Í texta lagsins segir: „Hildur Lilliendahl er á lista. Því við elskum femínista“.

Í athugasemdum við færslu Hildar er hún spurð hvað sé eiginlega að textanum um Töru. Því svarar Hildur: „Tara borðar stundum hamborgara en hún á fyrst og fremst skilið kredit fyrir að gera líf Íslendinga betra og fórna sjálfri sér (einkalífi, geðheilsu, frama og fjölskyldulífi) fyrir málstað sem hún trúir á og ætti að geta bætt lífsgæði okkar allra.“

Í dag skrifar Hildur nýtt tíst þar sem kvartar undan því að þremur sólarhringum eftir fyrri skrif sín sé hún enn að fá tilkynningar. „Nú eru liðnir næstum þrír sólarhringar síðan ég kallaði poppstjörnu á fertugsaldri hálfvita fyrir að níðast á feitri konu og reyna við unglinga. Enn eru að rúlla inn tilkynningar frá strákum um að ég sé að væla og allir séu búnir að fá nóg af mér. Lífið, krakkar. Farið varlega,“ skrifar Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni