fbpx
Þriðjudagur 22.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Segir samfélagið fordómafullt gagnvart öldruðum: „Feluleikur og þöggun er ekki heppileg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkja fordómar á Íslandi gagnvart veikum og öldruðum ? Hjúkrunarfræðingurinn Sigrún Huld Þorgrímsdóttir telur að svo sé. Frá þessu greinir hún í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún telur það ámælisvert af Hrafnistu að hafa ekki axlað ábyrgð á andláti Þóru Sigríðar, sem lést í kjölfar þess að hún var skilin eftir án eftirlits á meðan hún var að matast.

Sjá einnig:  Þóra Sigríður lést 68 ára á hjúkrunarheimili

Sigrún bendir á að þegar sambærileg brotalöm hefði komið upp í geðheilbrigðiskerfi Landsspítalans hefði ekki hvarflað að neinum að skorast undan ábyrgð með sambærilegum hætti og Hrafnista hefur gert, en Hrafnista hefur borið því við að þagnarskylda meini þeim frá því að tala um mál einstaklinga.

Viðbrögð ábyrgra aðila eru ýmist þögn, eða þá að menn bera fyrir sig þagnarskyldu, þ.e. að ekki er heimilt að tjá sig um mál einstaklinga. Það er rétt og þagnarskyldan er mikilvæg.

Þegar svona illa hefur tekist til er afar ankannalegt að segjast ekki geta tjáð sig vegna þagnarskyldu en geta samt sagt að starfsfólkinu líði illa.

Ekki sér Sigrún hvernig þagnarskylda kemur í veg fyrir að stofnun gefi út að hún harmi atvikið og muni kappkosta öllu til að slíkt endurtaki sig ekki.

Er það meira brot gegn þagnarskyldu að segja t.d. : Okkur þykir þetta afar leitt. Við munum reyna að koma í veg fyrir að atvik af þessu tagi eigi sér stað i þjónustu okkar framvegis.

Þetta tilvik hafi verið mjög alvarlegt, en einmitt þess vegna hafi viðbrögð stofnunarinnar skipt máli.

Feluleikur og þöggun er ekki heppileg úrvinnsla og ef ábyrgir aðilar halda að slík viðbrögð auki traust eru menn ekki að lesa stöðuna rétt. Slík viðbrögð auka vantraust.

Þetta mál hafi einnig verið þannig vaxið að hefðu aðstandendur ekki gengið jafn hart fram og þeir gerðu, þá hefði eiginleg dánarorsök Þóru aldrei komið fram.

Sigrún telur einnig að viðbrögðin megi rekja til þeirra fordóma sem gildi í samfélagi okkar sem meti aldraða og veika lítils.

En við erum líka afsprengi samfélags sem metur aldraða og veika lítils. Mögulega er okkur, mörgum hverjum, ómögulegt að skilja að líf veikra aldraðra sé jafn dýrmætt og okkar allra hinna

Þó svo að einstaklingur sé ekki lengi að skapa efnisleg verðmæti þá þýði það ekki að þeim megi sópa út í horn og gleyma þar.

Þótt þeir eigi ekki eftir að skila samfélaginu verðmætum í hefðbundnum efnislegum skilningi eru flestir þeirra búnir að því áður. Er það ekki líka mikils virði?

Hún segir illa staðið að öldrunarþjónustu á Íslandi.

Hún heyrir undir alla og engan. Ríkið bendir á sveitarfélögin og öfugt og stór hluti þjónustunnar  er boðinn út og svo eiga rekstraraðilar það við sjáfla sig hvernig þeir ætla að láta daggjöldin endast.

Heimaþjónustunni sé jafnframt verulega ábótavant og sé til að mynda engin slík þjónusta í boði á nóttunni á höfuðborgarsvæðinu.

Allt virðist þetta bera að sama brunni. Gamalt veikt fólk er afgangsstærð og olnbogabörn í samfélagi okkar. Samt getur hvert og eitt okkar átt eftir að lenda í þessum hópi eða eiga átstvini þar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig segir leigumarkaðinn enn eina samfélagslega tilraunina: „Þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði“

Sólveig segir leigumarkaðinn enn eina samfélagslega tilraunina: „Þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði“
Fréttir
Í gær

Elísabet Ýr segir viðbrögðin við gagnrýni á Áslaug Örnu „hatursrúnk fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt“

Elísabet Ýr segir viðbrögðin við gagnrýni á Áslaug Örnu „hatursrúnk fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyja nafngreinir óvini sína – „Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur“

Freyja nafngreinir óvini sína – „Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur Facebook-hópur fór á hliðina yfir kynferðislegu efni af barni – „Fólk er orðið svo viðkvæmt“

Íslenskur Facebook-hópur fór á hliðina yfir kynferðislegu efni af barni – „Fólk er orðið svo viðkvæmt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólöf tjáir sig um starfslokin: „Óneitanlega skrýtin tilfinning“

Ólöf tjáir sig um starfslokin: „Óneitanlega skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn Íslendingur reyndist vera látinn Íri

Látinn Íslendingur reyndist vera látinn Íri