fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg Rósa er að berjast við krabbamein – Svona hjálpar Einar henni – Svona getur þú hjálpað henni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. desember síðastliðinn greindist Ingibjörg Rósa Björnsdóttir með hraðvaxandi brjóstakrabbamein og gengst nú undir erfiða læknismeðferð. Frá þessu hefur hún meðal annars sagt frá í viðtali við DV. Ingibjörg Rósa hefur starfað sjálfstætt sem blaðamaður, rithöfundur og uppistandari. Eitt af verkefnum hennar var að flytja hina ástsælu tvíbura skosku í Proclaimers til Íslands en þeir halda tónleika í Hörpu annað kvöld.

Einar Bárðarson var í lok febrúar beðinn um að koma að verkefninu varðandi Proclaimers vegna veikinda Ingibjargar Rósu. Einar skrifar um þetta á Facebook-síðu sína:

„Sjálfur var ég hættur alþjóðlegu tónleikahaldi en þegar maður er beðin um að stíga inn og hjálpa við svona aðstæður þá bara gerir maður það enda gott fólk í erfiðri glímu og framundan frábærir tónleikar sem ekki mega falla niður.

Þetta skýrir vonandi aðkomu mína að þessum spennandi tónleikum og útskýrir þeim sem hafa heyrt mig segja að ég sé hættur tónleikahaldi, hvernig að aðkomu minni er háttað.

Ég hef kynnst Rósu ágætlega eftir að ég kom henni til aðstoðar og hér er á ferðinni öflug kona sem sýnir aðstæðum sínum mikið æðruleysi en hún hefur rætt aðstæður sína og baráttu opinberlega þannig að ég er ekki að rjúfa trúnað.“

Allur ágóði rennur til Ingibjargar Rósu

Ingibjörg Rósa verður ekki á tónleikunum annað kvöld af heilsufars ástæðum. En allur ágóði af tónleikunum rennur til hennar. Eða eins og Einar skrifar:

Annað kvöld verða frábærir tónleikar, miðarnir á tónleikana hafa selst mjög vel eftir að við byrjuðum kynningarvinnuna aftur – ennþá eru þó nokkrir miðar lausir sem kalla eftir kaupendum sem vilja komast í gott stuð rétt fyrir páska.

Ég bið ykkur að sem hafið verið að velta því fyrir ykkur að koma á tónleikanna að hætta að hugsa, kaupa miða og koma annað kvöld. Þannig færðu að komast á geggjað gigg og leggur baráttu hennar lið. Því við sem komum að þessu til að klára verkefnið hennar ætlum henni allt það sem eftir situr af rekstri tónleikanna.

Miða á tónleikana má nálgast hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“