fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Íslenskir karlmenn grunaðir um niðurhal á barnaníðsefni – Sjö mál til rannsóknar hjá lögreglu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö mál þar sem ís­lensk­ir karl­menn hafa keypt eða hlaðið niður barn­aníðsefni á net­inu eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta var meðal þess sem kom fram hjá Karli Steinari Valssyni, yfirlögregluþjóni miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í erindi hans í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar var fjallað um stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum á alþjóðlegri ráðstefnu um málefnið. Mbl.is greindi frá þessu.

Karl greinir frá því að stofnun á sérstöku teymi innan deildarinnar sé í vinnslu og langt komin, teymið mun taka formlega til starfa á næsta ári en þrír sérfræðingar verða í teyminu. Lögreglan á Íslandi hefur fengið ráðleggingar frá Interpol, Europol, hollensku lögreglunni og þeirri dönsku varðandi hvernig hagkvæmast er að beita sér í rannsóknum á svona málum.

„Eðli þess­ara brota er þannig að það hef­ur ekki verið að okk­ar mati nægi­lega vel unnið í því. Þessi brot eru sjaldn­ast kærð til lög­reglu held­ur þurf­um við að sækja þau og vinna þau svo­lítið öðru­vísi,“ sagði Karl. Teymið krefst aukinnar þekkingar og reynslu og því mun það samanstanda af tölvu- og tæknisérfræðingum auk lögreglumanna en Karl segir að öðruvísi sé ekki hægt að ná árangri í svona málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Í gær

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“