fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Harðvítugar nágrannadeilur á Suðurlandi – Lögreglustjórinn vanhæfur til að koma að málinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. desember 2019 07:55

Hreggviður Hermannsson Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur kveðið upp úrskurð um að embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni bónda í Flóahreppi. Ákæra var gefin út í mars á hendur Hreggviði. Hún er í fjórum liðum og snýr að eignaspjöllum og brotum á vega- og umferðarlögum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að Hreggviði sé gefið að sök að hafa eyðilegt girðingarstaura og ídráttarrör fyrir raflagnir í eigu nágranna sinna. Honum er einnig gefið að sök að hafa ítrekað hamlað för nágranna sinna, hjóna, um vegslóða með því að strengja vír yfir veginn. Auk þess er hann sakaður um að hafa hunsað fyrirmæli lögreglu um að stöðva akstur bifreiðar.

Málið tengist harðvítugum nágrannaerjum Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur hins vegar. Deilurnar hafa nú staðið yfir í tæplega fimmtán ár.

Héraðsdómur telur að tengsl tveggja starfsmanna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi valdi því að draga megi óhlutdrægni í efa. Tveimur af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins eru tengdir hjónunum. Dóttir Fríðar er löglærður fulltrúi á sviðinu og vinnufélagi hennar tók að sér verkefni tengdu deilunum fyrir Ragnar er hann starfaði sjálfstætt.

Embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi hefur áfrýjað málinu til Landsréttar en héraðsdómur vísaði því frá.

Fréttablaðið segir að Einar Gautur Steingrímsson, verjandi Hreggviðs, beri embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi þungum sökum í greinargerð til Landsréttar. Hann segi að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni vegna fyrrgreindra tengsla árum saman. Hann segi einnig að áhugi embættisins á Hreggviði jaðri við þráhyggju. Hann óskaði eftir yfirliti yfir öll atviki tengd Hreggviði hjá lögreglustjóraembættinu en fékk engin gögn. Fyrir héraðsdómi kom fram að skýringin á því væri að þessar skráningar fylltu mörg þúsund blaðsíður.

Einar Gautur segir lögregluna einnig hafa beitt Hreggvið ónauðsynlegu valdi. Hann hafi til dæmis verið handjárnaður á heimili sínu eftir að nágrannar hans kvörtuðu undan honum. Einar segir að Hreggviður sé að bugast vegna eineltis lögreglu og nágranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“