fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Guðmundur svekktur: Jólabónusinn var 1.800 krónur – Þingmenn fá 100 sinnum meira

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hitti einn í gær sem fékk rosalegan jólabónus, 1% af jólabónusi þingmanna, rétt 1.800 kr. Öryrki fékk 1.800 kr. í jólabónus og ég spyr: Er það eðlilegt?“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í gær þar sem hann ræddi desemberuppbót lífeyrisþega. Guðmundur er mjög óhress með það að ákveðinn hópur fái skertan jólabónus og raunar spurði hann Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, út í þetta í óundirbúnum fyrirspurnatíma í síðustu viku.

„Ég spurði hann hvað í ósköpunum ákveðinn hópur hefði gert af sér til að eiga skilið að fá jólabónusinn skertan, hvers vegna verið væri að refsa þeim hópi. Hann gat ekki svarað því þannig að ég svaraði fyrir hann sjálfur og benti á að það eina sem þetta fólk hefði gert af sér væri að borga í lögþvingaðan eignaupptökuvarinn lífeyrissjóð. Jólabónus viðkomandi er skertur fyrir það eitt að hann fari að lögum og borgi í lífeyrissjóð.“

Guðmundur Ingi segir að svör Ásmundar hafi verið á þá leið að svona hefði þetta alltaf verið. Guðmundur spyr á móti hvort stjórnarskráin kveði ekki á um að allir eigi að vera jafnir.

„Er það ekki brot á jafnræðisreglu að taka einn hóp út úr, eingöngu fyrir að borga í lífeyrissjóð, og segja við hann: Heyrðu, þið fáið ekki fullan jólabónus? Við skulum átta okkur á því að við erum ekki að tala um háar upphæðir, við erum að tala um 181.000 hjá okkur, 80.000 hjá atvinnulausum en 44.564 kr. nákvæmlega hjá öryrkjum — og þeir geta ekki allir fengið það óskert. Það er óeðlilegt.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist geta tekið undir þau sjónarmið að kannski væri ástæða til að samræma hlutina betur milli ólíkra hópa. Núna sé sannarlega ekki samræmi í fyrirkomulaginu. Guðmundur steig aftur í pontu og sagði að sumir þeirra sem þurfa á óskertum jólabónus að halda þyrftu til dæmis að leysa út lyf.

„Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég vil líka spyrja í framhaldi af því að þarna er um að ræða þannig hóp að við erum að tala um að einhver fái innan við 1.900 kr. í jólabónus á sama tíma og við fáum að halda okkar jólabónus, fyrir utan skatta. Viðkomandi er búinn að borga skatt og skerðingu. Það getur ekki verið eðlilegt. Ég er líka að spyrja: Nú skildist mér að verið væri að samþykkja í lögum að 10.000 kr. færu skatta- og skerðingarlaust — er það til allra, öryrkja og eldri borgara? Og hvenær á að greiða þetta? Ég veit að þetta er ekki komið út en ég veit að fólk bíður eftir þessu vegna þess að einstaklingar hafa sagt mér að ef þeir fengju óskertan jólabónus myndu þeir nota hann til að leysa út lyf, það er svo hart í ári. Ég vona heitt og innilega að þetta verði tekið til endurskoðunar og allir fái óskertan jólabónus, bara skattaðan eins og allir aðrir fá en ekki skertan með lífeyrissjóði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst