Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að á síðasta ári hafi verið lagt hald á tæplega 5 kíló af amfetamíni og 2017 hafi verið lagt hald á 13,5 kíló. Á síðasta ári lagði lögreglan hald á 18,5 kíló af kókaíni en 35 kíló á fyrstu tíu mánuðum ársins.
Mikill munur hefur verið á milli ára á því magni amfetamíns sem lögreglan hefur lagt hald á en ákveðinn breyting varð þar á 2017. Frá 2008 til 2016 var aldrei lagt hald á meira en 10 kíló á ári. 2017 var magnið 27 kíló og 18,5 kíló á síðasta ári. 35 kíló höfðu verið haldlögð á fyrstu tíu mánuðum yfirstandandi árs.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að söluverðmæti amfetamínsins og kókaínsins, sem hefur verið haldlagt til þessa á árinu, sé um 650 milljónir króna.