fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Enginn dagamunur á fæðingardeild Landspítalans um hátíðarnar – „Ég er svo búin að geyma Machintosh dósina…“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. desember 2019 07:43

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmæður, sem starfa á fæðingardeild Landspítalans, eru reiðar og ósáttar eftir að stjórnendur sjúkrahússins ákváðu að ekki yrði boðið upp á neinn viðurgerning í tilefni hátíðanna. Ákveðið var að ekki yrði boðið upp á pitsur, gos, ávexti né að vakthafandi starfsfólk fengi jólagjafir. Telja ljósmæður að lítill sparnaður fylgi þessari ákvörðun og þá sérstaklega ekki þegar horft er til hins stóra samhengis hlutanna hvað varðar rekstur sjúkrahússins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að margar ljósmæður séu svo reiðar vegna þessarar ákvörðunar að þær íhugi að segja upp störfum. Yfirmenn kvennadeildarinnar sendu bréf til starfsfólks á Þorláksmessu. Í því stóð meðal annars:

„Í ljósi þess mikla aðhalds sem nú er á Landspítalanum ákváðum við að ekki yrðu pantaðar pizzur á Þorláksmessu eins og vani er og ekki gefa jólagjafir þeim sem eru á vakt hér á aðfangadagskvöld. Okkur þykir miður að þurfa að leggja þetta af en það er þá að minnsta kosti samræmi milli deilda hvað þetta varðar.“

Einnig kom fram að þann 18. desember hafi verið ákveðið að kaupa ekki gos fyrir starfsfólkið og draga mjög úr sælgætiskaupum.

„Við höfum þó fengið leyfi til að kaupa einn kassa af konfekti og er hann inni á skrifstofu hjá mér. Ég er svo búin að geyma Machintosh dósina sem við fengum frá sýkingavörnum þannig að það er vonandi nóg til.“

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að ljósmæður séu reiðar og leiðar yfir þeirri framkomunni í þeirra garð. Þeim finnist þær ekki fá mikið þakklæti fyrir að fórna dýrmætum tíma með fjölskyldum sínum. Þetta á einnig við um annað starfsfólk deildarinnar og konurnar sem liggja á deildinni yfir hátíðarnar.

Ljósmæður reyndu að gera sitt besta til að lífga upp á hátíðardagana og komu með nesti því spítalinn bauð ekki einu sinni upp á mandarínur, epli eða vínber. Þær komu með ávexti, servíettur, borðdúka, jólaöl og fleira til að gera hátíðlegt á deildinni. Þær ætla að gera þetta aftur um áramótin því spítalinn mun ekki bjóða vaktavinnufólki upp á neitt til hátíðabrigða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“