fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veðurhorfur næstu klukkutíma benda til þess að veðrið versni nú fyrir hádegi mjög austanlands og suðaustanlands austan Öræfa,“ segir í frétt á Facebook-síðu Landsnets.

Þar segir að talsverðar líkur séu á truflunum af völdum vinds og/eða ísingar á Byggðalínuna suðaustanlands og á flutningslínur á Austfjörðum, Héraði og Vopnafirði fram yfir hádegi. Þá eru áfram horfur á verulegri skýjaísingu austantil á Norðurlandi ofan 300-400 metra hæð í allan dag.

Nú, rétt fyrir klukkan 10, er rafmagnslaust á Dalvík en Dalvíkurlína sem liggur á milli Akureyrar og Dalvíkur leysti út klukkan 07:59 í morgun. Notendur á Dalvík og nágrenni eru því án rafmagns frá flutningskerfinu.

„Tilraun var gerð til að setja tengivirkið í Hrútatungu án árangurs. Starfsmaður Rarik komst loks í virkið eftir 9 klukkustunda ferðalag frá Hvammstanga. Að sögn voru allir rofar hrímaðir og líklega mikil selta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins