fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
FréttirLeiðari

Kerfið sem gerir menn að goðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 7. desember 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ég segði upp vinnunni minni í dag væri ég bundin ráðningarsamningi. Hann kveður á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Ef vinnuveitandinn minn færi fram á að ég legði strax niður störf fengi ég þessa þrjá mánuði greidda. Síðan tæki við erfið atvinnuleit og hugsanlega skráning á atvinnuleysisbætur í framhaldinu, allavega miðað við núverandi ástand á vinnumarkaði. Ofan á hvað það er glatað að missa vinnuna bætast við fjárhagsáhyggjur, óvissa, óöryggi og depurð. Sært stolt. Sjálfsefi. Andlegt þrot í margar vikur, sem bitnar á einkalífinu.

Nokkurn veginn svona er það svona pöpulinn að missa vinnuna, eins og fjölmargir hafa þurft að upplifa síðustu mánuði. Mörg hundruð manns hefur verið sagt upp undanfarið og fjölmargir eru enn án vinnu. Ástandið á vinnumarkaði er heldur ekki líklegt til að lagast á næstunni og búa því margir við það ástand að hafa ekki hugmynd um hvenær þeir komast aftur út á vinnumarkaðinn og ná að sjá fjölskyldu sinni farborða.

Svo eru það þeir sem eru á sérdíl. „Special prize for you my friend,“ eins og braskararnir segja þegar þeir reyna að selja grandalausum, sólarþyrstum Íslendingum alls konar drasl sem engan í veröldinni vantar. Menn eins og ríkislögreglustjóri sem virðist vera rót alls kyns deilna og sundrungar innan lögreglunnar. Menn sem taka umdeildar ákvarðanir en þurfa aldrei að svara fyrir neitt. Menn sem eru bendlaðir, trekk í trekk, við alvarleg mál en þurfa enga ábyrgð að axla. Þeir, af öllum, fá sérdílinn.

Þeir fá að hætta í sínu starfi með reisn og fá fína ráðgjafastöðu í þrjá mánuði. Þeir halda óskertum launum eftir starfslok í tvö ár. Þeir fá fjörutíu milljónir fyrir að sitja heima að drekka kaffi, spila golf, leika við barnabörnin, kaupa í matinn. Þeir þurfa ekki að skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þeir þurfa ekki að lifa í óöryggi og óvissu. Þeir þurfa engar áhyggjur af fjárhagnum að hafa.

Ef einhver efaðist einhvern tímann um að stéttaskipting væri á Íslandi, að hér byggju þau og við, þá kristallast það í þessum galna starfslokasamningi við mann sem skilur heilt embætti eftir í rjúkandi rúst, að svo virðist. Og af hverju gerist svona lagað? Hvernig er hægt að réttlæta þetta? Jú, út af því að hér á Íslandi erum við með úrelt embættismannakerfi sem býður upp á spillingu og frændhygli. Kerfi sem gerir embættismenn að goðum sem eru ósnertanleg. Kerfi sem tryggir að það þarf stjarnfræðilega alvarlega kvörtun, kæru eða klögun til að koma þessum mönnum úr embætti að það jaðrar við að vera sturlun. Þess vegna sitja þeir sem fastast. Og fá svo feitan starfslokasamning. Sem við, pöpullinn, þurfum að borga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Í gær

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár