fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Helgi hjólar í kollega sína: „Annars fara þau á hausinn eða segja upp starfsmönnum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður Fréttablaðsins, Helgi Vífill Júlíusson, telur blaðamenn farna fram úr sér í kjarabaráttunni. Laun vegna starfa þeirra séu of lág en óraunhæft sé að vonast eftir hækkunum að svo stöddu.  Þetta kemur fram í skoðunarpistli Helga í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag.

Helgi Vífill segir það skiljanlegt að Blaðamannafélagi Íslands finnist stytting vinnuvikunnar ekki mikilvægt samningsatriði fyrir blaðamenn sem nú þegar vinni umfram vinnuskyldu án þess að fá fyrir það greitt. Hins vegar telur Helgi Vífill að þetta mætti útfæra til að henta stéttinni. Til dæmis með því að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma.

„Að sama skapi hafa blaðamenn farið fram úr sér í kjarabaráttu sinni. Að sjálfsögðu vil ég hærri laun fyrir mig og samstarfsmenn mína. Of margir blaðamenn eru á alltof lágum launum. Flest eigum við skilið vænar launahækkanir. Veruleikinn er því miður sá, að það er ekki raunhæft eins og sakir standa að hækka launin.“

Kjarabaráttan eigi sér stað á tíma þar sem einkareknir fjölmiðlar standi höllum fæti í samfélaginu. Auglýsingatekjur hafi dregist saman og áskrifendum fækkað.

„Fyrirtæki verða að geta staðið undir launahækkunum. Annars fara þau á hausinn eða segja upp starfsmönnum í hagræðingarskyni. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis óttast ég að störfum muni fækka í greininni. Hvernig blaðamenn standa að kjarabaráttu okkar hefur aukið á þann ótta.“

Helgi Vífill sér þrennt í stöðunni sem geti bætt stöðu einkarekinna fjölmiðla; fleiri áskrifendur, lægri skattar og ekkert RÚV.

Helgi Vífill er ekki fyrstur til að viðra þá skoðun að kröfur Blaðamannafélagsins séu skaðlegar stéttinni. Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur kennt kjarabaráttunni um nýlegar uppsagnir sem áttu sér stað hjá Morgunblaðinu, og verið harðlega gagnrýndur fyrir þá fullyrðingu.

Sjá einnig: 

Stefán Einar hjólar í formann Blaðamannafélagsins: „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki“ 

 

*Blaðamaður er í Blaðamannafélagi Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi