Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Þorsteinn vill selja lóð Landsbankans: Vill að höfuðstöðvarnar verði í Breiðholti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil leyfa mér að stinga upp á Breiðholti fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankans,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.

Mikið hefur verið ritað og rætt um nýjar höfuðstöðvar bankans og sitt sýnist hverjum. Höfuðstöðvarnar við Austurhöfn eiga að kosta um níu milljarða króna – enda á einni dýrustu lóð landsins.

Þorsteinn vakti máls á þessu í ræðu sinni og gagnrýndi væntanlegar framkvæmdir harðlega.

„Upp úr árinu 2013 vaknaði mikill áhugi hjá Landsbankanum á að byggja nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð á Íslandi. Því var reyndar slegið á frest eftir nokkuð uppnám sem varð m.a. hér í þessum sal. En nú er mönnum ekkert að vanbúnaði og þeir eru búnir að grafa helvíti mikla holu, afsakið, herra forseti, við höfnina, dýrustu lóð sem til er á Íslandi, og vilja byggja höfuðstöðvar sem eru vel við vöxt og kosta í kringum 8 milljarða króna,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta er náttúrlega hrein fásinna, herra forseti, og það hlýtur að koma til að héðan komi ákveðin tillaga til fjármálaráðherra, sem er handhafi þessa hlutabréfs, um að holan við höfnina verði seld í því ástandi sem nú er og í stað þess verði reistar nýjar höfuðstöðvar annars staðar. Ég vil leyfa mér að stinga upp á Breiðholti fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. Það er gott hverfi og stórt og liggur vel við öllum samgöngum og prýðisnærvera að vera þar. Í stuttu máli: Seljum holuna við höfnina, flytjum bankann í Breiðholtið.“

Þorsteinn er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Alþingi. Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gerði það í ræðu fyrr í haust. „Um er að ræða peninga sem hægt væri að nota til að lækka vexti á húsnæðislánum okkar, viðskiptavinanna, eða greiða arð til eigenda, þjóðarinnar, svo að t.d. megi fjölga hjúkrunarfræðingum á bráðadeild Landspítalans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar

Ráðherrar og þingmenn heimsóttu Samherja – Sjáið myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona búa Samherjar

Svona búa Samherjar