fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Ljósainnsetning Amnesty International í Hörpu í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Amnesty  International stendur í dag fyrir herferðinni Þitt nafn bjargar lífi, kl. 17 í anddyri bílakjallara Hörpu. Verður þar tilkomumikil, gagnvirk ljósainnsetning frumsýnd. Ljósainnsetningin er unnin í samstarfi við auglýsingatofuna Kontor, margmiðlunarfyrirtækið Gagarín sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga fyrir upplifunarhönnun og kvikmyndafyrirtækið Falcor.

Innsetningunni er ætlað að vekja athygli á undirskriftasöfnun í stærstu alþjóðlegu mannréttindaherferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi og skapa víðtæka vitundarvakningu meðal almennings á Íslandi um hvernig má með einföldum en áhrifaríkum hætti hafa jákvæð áhrif á líf þolenda mannréttindabrota og dreifa boðskapnum.

Gestum er boðið að skrifa undir tíu áríðandi mál barna og ungs fólks undir 25 ára aldri sem sæta mannréttindabrotum víðs vegar um heiminn. Hér er hægt að lesa nánar um málin tíu: www.amnesty.is.

Í gagnvirku ljósainnsetningunni birtist nafn þitt um leið og þú skrifar undir. Á sama tíma býðst þér að stíga inn í aðstæður þar sem mannréttindabrot eru framin og stöðva þau á táknrænan hátt með skuggamynd þinni.

Ætlunin er að þátttakendur fái sterka tilfinningu fyrir því hverju einföld undirskrift fær áorkað í baráttunni fyrir betri heimi og hvernig samstöðumátturinn skiptir öllu.

Fjórir landsþekktir leikarar munu leiklesa sögur þolenda frá Filippseyjum, Mexíkó, Íran og Suður-Súdan þar sem lögregluofbeldi, dauðarefsing, barátta fyrir réttindum kvenna og loftslagsréttlæti koma við sögu.

Stórleikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir setur viðburðinn formlega.

Við hvetjum Íslendinga til að sýna þessu unga fólki stuðning sinn og styrk með því að setja nafn sitt á bréf til stjórnvalda sem fótumtroða mannréttindi þeirra.

Víðs vegar um heiminn munu hundruð þúsunda einstaklinga gera slíkt hið sama. Í gegnum árin höfum við sýnt í verki að samtakamáttur og þátttaka skilar árangri.

Hér má lesa um hvernig þátttaka fólks hefur áhrif: https://amnesty.is/frettir/thin-thatttaka-hefur-ahrif

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa