fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lögmaður Guðrúnar ætlar allar leið með málið – Aras verður krafinn um milljónir í framfærslueyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Guðrúnar Benediktsdóttur er að vekja landsathygli en hún hefur barist við að fá skilnað frá eiginmanni sínum Aras Nasradeen Kak Abdullah, sem er liðlega þrítugur Kúrdi frá Írak. Guðrún og Aras kynntust á Facebook og giftu sig árið 2017. Guðrún segist hafa gifst af ást en eftir að Aras fékk íslenska kennitölu vegna hjónabandsins og fór að vinna fyrir sér sneri hann baki við Guðrúnu, að því er hún segir. Hún sakar Aras einnig um ofbeldi og að hafa verið fjárhagsleg byrði á henni. Aras flutti út frá Guðrúnu fyrir löngu síðan en engu að síður hafa tilraunir hennar til að fá hann til að undirrita skilnaðarpappíra hjá sýslumanni reynst árangurslausar. Aras og Guðrún eru samsköttuð af því þau eru gift en allra bagalegast þykir Guðrúnu að hún missir heimilisuppbót öryrkja þar sem hún er skráð gift, 45.000 krónur á mánuði.

Lögmaður hefur nú tekið að sér mál Guðrúnar frítt og mun ætla að sækja það af hörku. Nú þegar hefur verið lögð inn beiðni til sýslumanns um að úrskurðað verði að Aras greiði Guðrúnu framfærslueyri, helming húsaleigu frá dagsetningu hjónavígslunnar og þátttöku í framfærslukostnaði samkvæmt framfærsluviðmðum fyrir barnlaus hjón frá upphafi hjúskapar eða til vara síðustu 12 mánuði. Fjárkröfur nema samanlagt um 3,2 milljónum króna en sýslumaður úrskurðar um þetta.

Hins vegar verður Aras stefnt til lögskilnaðar fyrir héraðsdómi. Sú stefna verður birt í vikunni og búast má við að málið verði þingfest á fimmtudag í næstu viku. Dvalarleyfi Aras er að renna út í þessum mánuði og fá hann því ekki framlengt verður hann sendur úr landi á næstu mánuðum. Birta þarf honum stefnu með þriggja daga fyrirvara hér á landi en 30 daga ef hann er erlendis. Aras er skráður til heimilis að Leifsgötu 11 en sú íbúð er í eigu vinnuveitanda hans. Vafi leikur að Aras búi í raun þar en hægt er að birta stefnuna öðrum aðila á vinnustað eða heimili Aras.

Ef Aras tekur til varna í skilnaðarmálinu gæti það dregist fram á vor. Ljóst er þó að mál Guðrúnar eru kominn í þann farveg að það hyllir undir að hún fái skilnað.

Sjá einnig:

Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann

Nýjar vendingar í máli Guðrúnar og Aras

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum