fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Fréttir

Allt á suðupunkti vegna ummæla Hannesar: „Hverskonar fræðimaður ertu eiginlega, Hannes?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2019 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, telur umdeildasta mann þjóðfélagsins þessa stundina, Þorstein Má Baldursson í Samherja, happafeng fyrir Íslendinga. Þetta skrifaði hann í færslu á Facebook sem hljóðaði svona:

„Ríkir menn og þá sérstaklega þeir, sem skapað hafa auð sinn sjálfir, eru happafengur í hverju landi. Þeir veita öðrum atvinnu, um leið og þeir nota ýmist auð sinn til fjárfestinga eða neyslu og gagnast með því öðrum. Þeir veita ríkisvaldinu oft nauðsynlegt viðnám og lækka tilraunakostnað nýrrar vöru, sem er upphaflega munaður og verður síðan á færi almennings, jafnframt því sem þeir eru uppspretta áhættufjármagns og um leið framfara. Hvort halda menn, að gerðar séu fleiri tilraunir, ef fimm manna stjórn opinbers sjóðs ræður ferð en ef auðurinn úr sjóðnum dreifist frekar á þúsund auðmenn?“

Færslan hefur vakið hörð viðbrögð. Blaðamaður Vísis Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar í athugasemd við færsluna: „Blessuð sé brauðmolakenningin alla daga og nætur.“

Hannes svarar Jakob og þvertekur þá fyrir að um brauðmolakenningu sé að ræða. „Hér er aðeins bent á þá staðreynd, að aðrir hagnast á því, þegar ríkir menn skapa auð. Hvað gera þeir við auð sinn? Ekki geta þeir etið hann. Þeir ýmist fjárfesta eða neyta hans, kaupa vöru eða þjónustu af öðrum. Við það eykst eftirspurn eftir vinnuafli og öðrum verðmætum öðrum til góðs. Þú ættir að flytjast til landa, þar sem allir eru nokkurn veginn jafnfátækir, til dæmis Nepals eða Papúa-Gíneu og athuga, hvernig þér líkar vistin.“

Jakob Bjarnar spyr þá Hannes á móti hvort það sé eðlilegt að þeir sem falla undir hugtök fái sjálfir að ákveða merkingu þeirra.

„Heldur þú virkilega að það sé þeirra sem hugtakið nær til að skilgreina það? Heldur þú að það sé „góða fólksins“ að afskrifa hugtakið „góða fólkið“ af því að það er ekki sett fram af því sjálfu og þeim finnst það ekki nógu fínt? Hverskonar fræðimaður ertu eiginlega, Hannes?

Þessi sandkassarök þín um dugnað og elju eru bara að verða eilítið morkin. Þorsteinn Már má vel vera dugnaðarforkur en það er skúringarkonan líka. Við erum hér að tala um hreinan og kláran ólígarkisma.“

Hannes Hólmsteinn stendur þó fast á sínu og bendir á að erfiðisvinna hafi verið stunduð á landi í yfir þúsund ár, en ekki fyrr en atvinnurekendur fóru að græða fór almenningur að græða. „Auðurinn sprettur ekki af vinnunni einni saman, heldur af hugviti, áræðni, kjarki, útsjónarsemi, sparsemi og öðrum borgaralegum dygðum.“

Jakob segir þessa hugmyndafræði ekki í takt við tímann.

„Flestir sæmilega meðvitaðir milljarðamæringar eru farnir að óttast þessa geggjuðu misskiptingu; þeir telja einsýnt að það fari að sjóða uppúr. En, ekki þú. Passaðu þig bara á því að missa ekki af lestinn.“

Hannes segir Jakob og hans líka vera þá sem í raun og veru trúa á brauðmolakenninguna. „Við hin trúum á vel rekin bakarí.“ Á Íslandi sé jafnasta tekjudreifing í heimi.  „Þú tyggur brauðmola frá vinstri sinnuðum háskólakennurum, sem kunna ekki með tölur að fara.“

Erna Ýr Öldudóttir, blaðakona, virðist sammála Hannesi að vissu marki. Það sé sorglegt þegar skattlagning sé svo há að auðmenn þurfi að koma peningum sínum í skjól. „Ég skil vel að duglegt fólk hafi engan áhuga á því að peningarnir þeirra fari í að halda uppi elítu vælandi stjórnmálamanna og annarra grátbólginna þiggjenda sem þykjast öðum æðri siðferðislega – ásamt ofdekruðum ríkisfjölmiðli sem virðist vera í fullu starfi við að knésetja viðleitni þess til að skapa hérna tækifæri og auð“

Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir Hannes og Ernu verja arðrán og mútur því gerendurnir, í þessu tilviki Samherjamálinu, séu svo duglegir.

„En sko, þið eruð að réttlæta mútur og arðrán á þeim forsendum að þeir sem stunda það séu ríkir og þarafleiðandi örugglega duglegir. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég ætti að eyða meiri orðum í þá steypu.“
Sjá einnig: 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London
Fréttir
Í gær

Trump bannar Tik Tok og WeChat í Bandaríkjunum

Trump bannar Tik Tok og WeChat í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar