fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Margir minnast Gabríels – Féll fyrir eigin hendi í blóma lífsins: Króli: „Það á enginn að þurfa að vera á þeim stað að sjá enga aðra leið en þessa“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Culver Skarpaas er látinn, aðeins 21 árs að aldri. Gabríel varð nokkuð þekktur sem fyrirsæta en framtíðaráform hans fólust í rafvirkjun.

Gabríel var mikill gleðigjafi og hann var elskaður af fjölskyldu sinni og vinum. Hann var hins vegar mjög viðkvæmur og stríddi við þunglyndi.

Þekktir tónlistarmenn minnast Gabríels

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, er einn þeirra fjöldamörgu sem minnast Gabríels á samfélagsmiðlinum Instagram. Króli segir að geðhjálp af öllum toga þurfi að vera normalíseruð, aðgengilegri og ódýrari:

„Hugur minn er hjá öllum þeim sem hafa þurft að ganga í gegnum það að missa fjölskyldumeðlim, vin, kunningja eða einhvern nákominn af eigin hendi. Það á enginn að þurfa að vera á þeim stað að sjá enga aðra leið en þessa. Það er þörf á svo ótrúlega róttækum breytingum. Kerfið þarf að breytast. Við eigum ekki að mismuna fólki eftir veikindum, hvorki fjárhagslega né þegar kemur að meðferðum. Viðhorf fólks gagnvart fólki sem glímir við andleg veikindi þarf að breytast. Fordómar eru enn til staðar sama hvort fólk trúir því eða ekki. Eins og ég segi, ég veit ekkert hvernig þessum breytingum verður nákvæmlega náð fram eða hvort það gerist yfir höfuð en við eigum ekki að þurfa að horfa upp á fólk byrgja eitthvað inni, fólk á ekki að þurfa að bæla niður tilfinningar eða raunverulegt ástand. Andleg veikindi eru ekki tabú. Það er nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Opnum okkur. Hvíldu í friði Gabríel Culver.“

Logi Pedro tónlistarmaður minnist einnig Gabríels. Hann segir að það sé sárt að horfa á eftir honum: „Svo sárt. Svo mikill kærleikur og hlýja, langar að öskra út í geim hversu fallega sál þú hafðir að geyma.“

Unnsteinn Freyr, vinur Gabríels, minnist vinar síns með hlýjum orðum. Hann segist ennþá eiga erfitt með að trúa því að Gabríel sé farinn:

„Finnst eins og það hafi verið í gær þegar við vorum litlir guttar að cruiza um dalinn á hjólabretti áhyggjulausir. Man hvað mér leið alltaf vel með þér frá byrjun brosey, við vorum svo góðir saman, þú varst (og ert alltaf lang flottastur og Lífið lék við þig King. Man hvað ég var sáttur að eiga þig sem vin, þú lyftir mér upp og ég lyfti þér upp. Hláturinn þinn var smitandi og fannst þú alltaf vera með allt á hreinu, allavega miðað við mig. Þú átt stað í hjartanu hjá okkur öllum og snertir fleiri hjörtu en þú heldur . Lífið getur stundum verið svo ósanngjarnt og sorglegt, Rós farin of fljótt.“

Unnsteinn segir það vera mikilvægt að við tölum um tilfinningar okkar og að við hjálpum hvort öðru. Við megum ekki skilja neinn eftir:

„Þetta var engum að kenna en látum svona aldrei gerast aftur . Held að ég og allir í kringum mig hafi vaknað upp við þessar sorgarfréttir og byrjað að hugsa almennilega, við vitum ekki hverjir verða hérna á morgun eða á næsta ári svo sýnum ást og umhyggju! Hugsum vel um okkur. Hættum að tala bak við aðra/bulla og blaðra um aðra! Það einkennir Ísland alltof mikið sem er super sad. Finnst að stærri hópar með fleiri fylgjendur ættu að taka þetta sérstaklega til sín og huga að stærra átaki og breyta þessari ímynd enn frekar, ekki bara að hugsa um að vera efst, fá borgað og gefa út shit! Þetta er raunveruleikinn. Ég mun sakna þín dawg og veit þú vakir yfir okkur þarna uppi. Við skulum minnast Gabba Jaelon okkar með bros á vör-ekki hvernig Lífið hans endaði. Því það var ekki Gabbi okkar. Hvíldu í friði elsku Gabríel minn, við munum aldrei gleyma þér elsku engill, Sé þig þarna uppi þegar minn tími kemur. Ætla að gera þetta fyrir þig. 104 að eilífu. Elska þig.“

Jóhann Kristófer, útvarps- og tónlistarmaður, minnist Gabríels og bendir á hvað það sé mikilvægt að tala saman: „Hvíl í friði King Culver. Hugsum vel um okkur og þá sem standa okkur nær. Spyrjum vini okkar og vinkonur hvernig þeim líður. Á bakvið brosið getur ýmislegt leynst. Tilfinningar geta ágerst og gerjast og orðið óbærilegar. Tölum saman!“

 

Við minnum fólk sem er að glíma við sjálfsvígshugsanir á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þar eru þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sem svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt hvorki fyrir Hjálparsímann né netspjallið. Nánari upplýsingar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta