Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Hryllingur í Reykjanesbæ – Aníta telur að eitrað hafi verið fyrir ketti hennar með frostlegi- „Þetta er hræðileg upplifun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Ósk Guðbjargardóttir , íbúi Innri Njarðvíkur, missti köttinn sinn, Pjakk, um helgina vegna veikinda sem hún telur mega rekja til eitrunar. „Þetta er hræðileg upplifun“

Hún deilir sögu sinni í þeirri von að aðrir kattaeigendur Njarðvíkur séu vakandi fyrir eitrunareinkennum.

Heimakær kúrukall

Í samtali við blaðamann segir Aníta að Pjakkur hafi verið yndislegur köttur, heimakær kúrukall. Hann hefði orðið sex ára nú í nóvember.

„Ég var ekki tilbúin að kveðja hann strax. Hann var algjör mömmukall. Þetta gerðist svo hratt. Hann var hress á föstudaginn, svo fárveikur í gær og svo farinn“

Aníta varð vör við veikindi Pjakks í gær. Hún lýsir einkennum hans með eftirfarandi hætti:

„Hann ældi galli, fyrst kom rauðleit æla/gall. Hann var farinn að slefa, missa þvag, andaði hratt og undarlega. Hann borðaði ekkert og drakk ekkert. Ég notaði sprautu til að gefa honum hrísgrjónasoð til að koma einhverju ofan í hann. Þegar hann hélt því niðri þá hélt ég að hann væri að lagast. Hann lagðist á alls konar staði út um allt hús og var mikið nálægt okkur í gær. Honum leið mjög illa, mjálmaði, ældi og var smá heitir og kaldur. Sást greinilega að honum leið illa og hann var slappur. „

Telur líklegt að eitrað hafi verið fyrir honum

Eins og áður segir taldi Aníta að Pjakkur væri á batavegi er hann náði að halda niðri hrísgrjónasoðinu. Hann fannst svo látinn í dag.

Aníta telur líklegt að hann hafi komist í eitruð matvæli og biður íbúa á svæðinu að gæta katta sinna.  Pjakkir verður krufinn til að komast að dánarorsök, en í samtali við DV sagði Aníta að hún telji það líklegast að hann hafi komist í eitruð matvæli þar sem Pjakkur var ekki vanur að borða hvað sem er.

„Ég mun sakna þess að fara saman út að labba, hann má móti mér þegar ég kem heim, mjálma til að koma inn og fara út. Mun sakna þess að kúra með honum, knúsa hann, borða spaghetti úr dós og harðfisk. Sakna hans strax.“

Einkenni eitrunar

Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að dýr veikist eða láti lífið sökum eitrunar og hafa margir verið uggandi yfir þeirri tilhugsun að úti í samfélaginu okkar þrífist einstaklingar sem leggi stund á það að hella frostlegi yfir matvæli og skilja eftir þar sem dýr komast í.

Samkvæmt upplýsingum sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti á Facebook í mars er frostlögur banvænn fyrir öll spendýr og þeir sem leggi stund á það að eitra fyrir gæludýrum með frostlegi séu fársjúkir einstaklingar.

Eftirfarandi eru einkenni eitrunar sem gæludýraeigendum er bent á að vera vakandi fyrir og voru birt af Dýraspítalanum í Garðabæ:

„1. stig: (þessi einkenni koma fram innan 30 mínútna frá því dýrið innbyrðir frostlög) : slappleiki, mikil uppköst, jafnvægisleysi jafnvel, aukin þvaglát, aukinn þorsti, líkamshiti fellur/kuldi, krampar, meðvitundarleysi.

2. stig: 12-24 tímum frá því innbyrt: stundum virðast einkenni lagast töluvert og ganga til baka sem gefur okkur falska von um bata. Hins verður vökvaskortur hjá dýrinu og öndunartíðni og hjartsláttartíðni hækkar.

3. stig: 36-72 tímum frá því innbyrt: einkenni alvarlegrar nýrnabilunar koma fram sem eru alvarlegar bólgur í nýrum , mikill sársauki og framleiðsla á þvagi minnkar og hættir jafnvel alveg. Áframhaldandi versnandi ástand með miklum slappleika, engin matarlyst, uppköst, krampar og meðvitundarleysi og dauði að lokum.

Meðhöndla þarf dýrin innan 8-12 tíma frá því eitrið er innbyrt eigi dýrin að eiga einhverja von

Geymið uppköst/ eða leifar af því sem dýrið át, sem sönnunargögn“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum
Fréttir
Í gær

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni