fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Óhugnanleg reynsla Gunnþóru í pólskum strandbæ: „Mér er búið að líða vægast sagt ömurlega“

Auður Ösp
Föstudaginn 8. nóvember 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hafði gríðarleg áhrif á sálina. Miklu meiri en mig hefði órað fyrir,“ segir íslensk kona á fimmtugsaldri sem byrluð var ólyfjan á kokteilbar í Póllandi í seinasta mánuði. Hún lýsir eftirköstunum sem hrikalegum. Hún hvetur fólk til að vera á varðbergi á ferðalögum og passa upp á hvert annað.

Um miðjan síðasta mánuð fór Gunnþóra Kristín Ingvadóttir í ferðalag til Póllands ásamt foreldrum sínum og tveimur systrum ásamt mökum þeirra systra, en tilefnið var sjötugsafmæli móður Gunnþóru.

Hópurinn dvaldi í strandbænum Sopot sem er í rúmlega 20 mínútna akstursfjarlægð frá Gdansk. Að kvöldi 14. október fóru Gunnþóra og eiginmaður hennar ásamt systur hennar og mági á kokteilbar í bænum.

„Mig óraði ekki fyrir því að maður gæti fengið svona óþverra með einhverju sem maður kaupir,“ segir Gunnþóra í samtali við DV

„Ef keypt var á barnum fóru mennirnir okkar og við sátum við borðið. Það var fátt fólk á staðnum, örugglega af því að þetta var mánudagskvöld. Síðan fóru þeir út af barnum og tóku smá göngu. Á meðan fór ég og keypti sitthvorn „mojito“ fyrir okkur systurnar. Ég man eftir að hafa sest niður með drykkina og horft á mennina okkar út um gluggann,“ segir Gunnþóra en hún man ekkert hvað gerðist eftir það. „Síðan vaknaði ég bara uppi á hótelherbergi sirka 12 tímum síðar og mundi ekkert.“

Gunnþóra segir að eiginmaður hennar og mágur hafa komið til baka á barinn eftir að hafa verið rúmlega 15 mínútur í burtu og fóru þeir með þær systur á hótelið þar sem hópurinn gisti.

„Þeir héldu hreinlega að við hefðum misst okkur í „skotum“ á meðan þeir voru í burtu. En svo var hreint ekki. Ég keypti sitthvorn drykkinn fyrir okkur og ekki neitt meira. Dóttir mín hringdi í mig um kvöldið og ég man ekkert eftir því að hafa talað við hana. Hún þurfti að sýna mér það á símanum sínum svo að ég tryði því.“

Gunnþóra telur enga aðra skýringu á þessu en að barþjóninn sem afgreiddi þær stöllur hafi laumað einhverju í glösin enda hafi hann var sá eini fyrir utan þær sjálfar sem komst í snertingu við drykkina.

Húðin grá og augun tóm

Hún segist hafa þurft að glíma við eftirköst af þessu í marga daga á eftir. Nú, þremur vikum síðar er hún loksins farin að líkjast sjálfri sér aftur.

„Ég er búin að vera ónýt, ekkert þrek eða jafnvægi. Lítil lyst, mikil ógleði og massífar blóðnasir. Ég svaf mjög mikið en samt mjög illa, dreymdi ógeðslega drauma og hvíldist því lítið. Húðin var grá, augun tóm og lítið minni, ég man hreinlega ekki neitt. Mér er búið að líða vægast sagt ömurlega, bæði líkamlega og andlega.“

Hún bætir við að þetta óhugnanlega atvik hafi vakið hjá henni hræðslu sem hún sá ekki fyrir.

„Maður hefur alltaf hugsað; passa drykkinn sinn og að enginn komist í hann. Mig óraði ekki fyrir því að maður gæti fengið svona óþverra með einhverju sem maður kaupir.“

Hún hyggst þó ekki láta þetta atvik koma í veg fyrir að hún heimsæki Pólland aftur.

„Ég var að fara í fjórða skiptið til Póllands og á pottþétt eftir að fara aftur þangað, enda gæti barþjóninn alveg eins hafa verið sænskur eða breskur. Ég fer bara aldrei á þennan bar aftur.“

Hún tekur undir að lyfjabyrlun sé algengari en fólk grunar, bæði hér heima og erlendis.

„„Fíflin“ eru alls staðar og því miður einskorðast það ekki við eitt land. Þetta hefði alveg eins getað verið miðborg Reykjavíkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi