fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Langur svikalisti Jóns Birkis – Lét borga fyrir miða á Dimmu-tónleika og Playstaytion tölvu en afhenti ekkert

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. október 2019 00:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Jón Birkir Jónsson var á föstudag dæmdur fyrir langan hala af svikabrotum fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brot Jóns Birkis fólust í því að bjóða fólki vöru til sölu, láta það millifæra á sig og afhenda síðan aldrei vöruna eða þjónustuna.

Brotin eru alls 22. Meðal annars bauðst hann til að selja konu tvo miða á tónleika Dimmu í Bæjarbíó í Hafnarfirði, fékk konuna til að millifæra á sig andvirði miðanna og afhenti þá síðan aldrei.

Hann bauðst til að selja manni nagladekk fyrir 43.000 krónur sem hann fékk greiddar en afhenti aldrei dekkin.

Sömu brot voru framin varðandi sölu á bílvél, Playstation tölvu og ýmsu öðru. Væntanlegir kaupendur millifærðu fjármuni inn á reikning Jóns Birkis en fengu vörurnar aldrei sendar.

Jón Birkir játaði brot sín fyrir dómi.

Sakaferill hans nær allt aftur til ársins 2006 en brotin sem hann var dæmdur fyrir núna voru öll framin árið 2018. Árið 2009 var hann dæmdur fyrir skjalafals, ránstilraun, brot gegn valdstjórninni, hótanir og umferðarlagabrot.

Jón Birkir var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Hann var dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á tæpa milljón.

Dóminn í heild má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi