Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Fréttir

Anna datt í það á Spáni: Féllust hendur þegar hún fékk reikninginn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo kom reikningurinn fyrir drykkjuskap kvöldsins og mér féllust hendur,“ segir Anna Kristjánsdóttir sem flutti til Tenerife í haust.

Hún hefur haldið dagbók um lífið á Tenerife þar sem hún heldur vinum og vandamönnum upplýstum. Anna er nú búin að vera rétt rúma tvo mánuði á Tenerife.

Anna segir frá því í nýrr færslu á Facebook að hún hafi dottið í það um daginn. „Þetta var ekkert stórfyllirí, en þar sem ég kom á krána var allt fullt af nýkomnum Íslendingum og ég bara varð að fá mér einn stóran bjór þeim til samlætis. Skrýtið og ég sem drekk bara kolsýrt vatn á kránni. Svo fékk ég mér annan þegar talið barst að ættfræði og þá þann þriðja þegar fleiri bættust í hópinn,“ segir Anna sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af vinnu daginn eftir.

Hún segist hafa bætt þeim fjórða við og þeim fimmta þegar talið fór að berast um sjómennsku og virkjanir. Svo bættist sjötti bjórinn við áður en henni fannst kominn tími til að skakklappast heim á leið. Anna segir að henni hafi brugðið þegar hún fékk reikninginn.

„Ellefu evrur, segi og skrifa ellefu evrur sem lætur nærri að séu um 1500 krónur íslenskar. Þetta er nærri því eins dýrt og þrjá flöskur af uppáhaldshvítvíninu mínu úti í búð. Dýrt er Drottins orðið. Mig minnir að einn stór bjór hafi kostað álíka síðast er ég gerði vel við mig í Reykjavík. „Það kostar álíka að klára vínið og kranablávatnið okkur hjá“ söng Jónas um árið. Sem betur fer var stutt að fara heim og lykillinn rataði í skrána í fyrstu tilraun,“ segir Anna að endingu í færslunni.

Hún tjáði sig nýlega um flutninginn til Tenerife í viðtali við DV en hún hyggst dvelja þar í vetur. Í viðtalinu sagðist hún hafa gengið með það í maganum í nokkur ár að flytjast af landi brott eftir að hún hætti að vinna. Hún tjáði sig meðal annars um muninn á verðlagi á Spáni annars vegar og Íslandi hins vegar og sagði hann mikinn.

„Já, mjög mikill. Hér er hægt að fá flatböku og bjór með á veitingahúsi fyrir kannski rúmlega þúsundkall á meðan slíkt kostar hvítuna úr auganu á Íslandi og annað eftir því.“

Anna leigir tveggja svefnherbergja íbúð í stórri blokk rétt ofan við ströndina með útsýni yfir höfnina. Hún borgar rétt um þúsund evrur á mánuði, um 140 þúsund krónur fyrir íbúðina, en inni í þeim kostnaði er vatn, rafmagn og internet. Algengt verð á samskonar íbúðum miðsvæðis í Reykjavík er frá 220 og upp í 270 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi

Bæjarfulltrúi tjáir sig um hrottafulla árás unglinga í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn

Breytingar hjá Torgi: Davíð og Sunna láta af störfum – Kristjón Kormákur verður eini vefritstjórinn