Myndavélin féll niður á áhorfendur tónleikanna og varð það til þess að ein kona hlaut höfuðmeiðsl en hinar tvær meiddust á fæti. Myndavélin sem féll vegur um 9 kíló, samkvæmt TMZ. Samkvæmt Daily Mail þá er líklegt að myndavélin hafi fallið eftir að rafmagnskapall færðist til með þeim afleiðingum að hann losnaði.
Talsmaður Life is Beautiful -átíðarinnar segir að allar þrjár konurnar hafi fengið aðhlynningu á hátíðarsvæðinu en tvær þeirra hafi síðan verið sendar á spítala til að fá frekari aðhlynningu. Þær voru útskrifaðar seinna sama kvöld.
Fulltrúi frá hátíðinni staðfesti það í samtali við KTNV að myndavélin hafi fallið á áhorfendurna á tónleikum Of Monsters and Men um helgina.
„Á Life is Beautiful hátíðinni er öryggi gestanna, samstarfsaðila, listamanna og starfsmanna í fyrirrúmi. Við sendum hlýjar hugsanir til þeirra sem lentu í þessu atviki. Við erum að rannsaka málið og vinna í því að komast til botns í þessu.“
Á síðasta ári slösuðust tveir á Life is Beatiful hátíðinni en þá var flugeldum skotið í átt að hópi tónleikagesta.