fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ungmennafélag Grundarfjarðar: Gjaldkerinn talinn hafa stolið yfir 12 milljónum af félaginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:36

Grundarfjörður - Af vef ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi gjaldkeri Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt upp á 12.337.897 krónur af reikningum ungmennafélagsins. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða meintar millifærslur af reikningum félagsins yfir sex ára tímabil, frá 2011 til 2017. Er gjaldkerinn sagður hafa flutt peninga af reikningum félagsins yfir á eigin reikninga og yfir á reikninga ófjárráða dóttur sinnar. Millifærslunar voru alls 248. Voru hæstu millifærslurnar upp á 250 þúsund krónur.

Ungmennafélagið kærði gjaldkerann fyrir rúmu ári síðan. DV greindi þá frá. Þar segir: „Heimildir DV herma að meintur fjárdráttur telji milljónum króna og málið hafi komist upp síðasta sumar. Málið kom inn á borð Héraðssaksóknara í vor, Ólafur Þór Hauksson saksóknari staðfesti það en vildi ekki staðfesta meinta upphæð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi