fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Guðjón sakaður um að stela milljónum af björgunarsveit

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. ágúst 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Það er RÚV sem greinir frá þessu.

Umfang brotanna nemur um sautján milljónum króna. Ákæran mun verða þingfest eftir helgi í Héraðsdómi Suðurlands.

Í frétt RÚV kemur það ekki fram hver maðurinn er en við nánari athugun DV var komist að því að maðurinn sem um ræðir er Guðjón Þór Emilsson. DV hafði samband við Guðjón en hann vildi ekki tjá sig um málið.

Guðjón viðurkenndi í mars fyrir tveimur árum að hann hafði notað viðskiptakort björgunarfélagsins til að kaupa eldsneyti. Á meðan að rannsókn lögreglu stóð yfir var Guðjóni vikið frá störfum. Í tilkynningu frá björgunarfélaginu kom fram að reikningar félagsins frá síðustu árum yrðu nú skoðaðir gaumgæfilega.

„Félagar í Björgunarfélagi Árborgar líta málið alvarlegum augum og harma að gjaldkerinn fyrrverandi hafi brugðist trausti þeirra með þessum hætti.“

Í ákærunni er sagt að Guðjón hafi dregið að sér rúmar 14 milljónir af reikningi björgunarfélagsins á árunum 2010 til 2017. Hann er sagður hafa gert það með reiðufjárúttektum, greiðslu reikninga og með millifærslum út af bankareikningi félagsins yfir á sinn eigin reikning og reikning eiginkonu sinnar. Samtals eru þetta 177 tilvik.

Einnig er Guðjón ákærður fyrir umboðssvik. Guðjón er sagður hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri í ákærunni en hann notaði kreditkort félagsins 57 sinnum á árunum 2014 til 2016. Með kreditkortinu greiddi hann fyrir vörur og þjónustu til eigin nota. Hann er sagður hafa látið björgunarfélagið borgað fyrir vörur hjá Toyota á Selfossi auk áskriftar að 365 miðlum.

Einnig er sagt að Guðjón hafi notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá fyrirtækjum eins og Byko og Húsasmiðjunni alls 18 sinnum á þriggja ára tímabili. Þessar greiðslur voru með öllu ótengdar störfum hans fyrir björgunarfélagið.

Að lokum er Guðjón ákærður fyrir að nota sex eldsneytiskort félagsins 186 sinnum á sjö ára tímabili. Myndbandsupptaka náðist af honum þar sem hann sást nota tvö af þessum kortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða