fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Neytendasamtökin funda með Félagi eldri borgara vegna íbúðanna sem ekki fást afhentar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin funda nú með Félagi eldri borgara, FEB, vegna íbúða FEB við Árskóga sem ekki hafa fengist afhendar til kaupenda. Þetta kemur fram á mbl.is. FEB setti kaupendum þá afarkosti að annaðhvort greiddu þeir hærra verð en gefið hafði verið upp eða ekki yrði af afhendingu. Í sumum tilvikum er viðbótarupphæðin 6-7 milljónir. Dæmi eru um kaupendur sem eru á götunni vegna þessa þar sem þeir höfðu selt íbúðir sínar í fullvissu um að þeir væru að fara að flytja inn í Árskóga.

FEB hefur sagt að hækkunin sé tilkomin vegna kostnaðarauka hjá verktakanum sem er MótX. Því hafnar verktakinn og segir kostnaðinn ávallt hafa legið fyrir en FEB hafi vanreiknað verðmætið.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í viðtal við mbl.is:

„Áður en við tök­um af­stöðu vilj­um við fá að heyra út­skýr­ing­ar FEB. Ég hef aðeins verið í sam­bandi við þá, en við mun­um hitta þá á fundi í dag til að ræða þetta.

En það er skringi­legt að fólki skuli vera gert að greiða hærra en um­samið verð og fær ekki af­henta lykl­ana sína nema það skrifi und­ir ein­hverja skil­mála. Það þykir okk­ur í það minnsta mjög skringi­legt, en við bíðum þess að fá skýr­ing­ar frá þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“