Í tilkynningu lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu kemur fram að leitað sé að ökumanni á dökkleitri bifreið.
Líkt og DV greindi frá var ekið á níu ára dreng í hafnarfirði í gærkvöldi, þannig að líkamstjón hlaust af. Ökumnaðurinn flúði rakleiðis vettvang, en áreksturinn átti sér stað er við umferðarljós hjá versluninni Nettó.
Lögreglan biðlar til þeirra sem urðu vitni að slysinu að gefa upplýsingar, en í tilkynningunni er einnig mint á mikilvægi þess að tilkynna atvik sem þessi og ganga úr skugga um að allt sé í lagi.