Ekið var á 9 ára gamlan dreng í Hafnarfirði í gærkvöld. Drengurinn var á gangbraut þegar ekið var á hann, en talið er að meiðsli hans séu minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað hver ökumaðurinn er þar sem hann ók á brott frá slysstað.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að maður var handtekinn í hverfi 109 fyrir stófellda líkamsárás. Þolandinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað um meiðsli þolandans.
Ungur drengur slasaðist lítilega eftir að hafa dottið á vespu sem hann ók í hverfi 111. Farþegi sem var með drengnum á hjólinu slasaðist ekki en þeir voru hvorugir með hjálm. Málið var afgreitt með foreldrum.