fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

MYNDIR: Sérsveitin í Berjarima í nótt – Götunni lokað og þrír handteknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í nótt var lögregla og sérsveit send að húsi í Berjarima í Grafarvogi. Íbúi í götunni tók meðfylgjandi myndir af aðgerðinni. Lögregla lokaði götunni og þrír menn voru handteknir. Mikil leynd hvílir yfir þessari aðgerð lögreglunnar og vildi Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn ekki veita neinar frekari upplýsingar umfram þær sem koma fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir:

Þrír vistaðir í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í austurbænum í nótt þar sem lögregla fékk tilkynningu um samkvæmishávaða í heimahúsi.

Aðspurður vildi Kristján ekki svara því hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða grunur vaknað um slíkt. Ljóst er að sérsveitin er ekki sjálfkrafa send á vettvang vegna kvartana um hávaða í heimahúsum en ekki er frekari upplýsingar að hafa frá lögreglu um málið.

UPPFÆRT: Íbúinn sem sendi myndirnar segist hafa heyrt lögregluna tala um einn vopnaðan mann í íbúð. Sérsveitin braut sér á endanum leið inn í íbúðina og fljótlega eftir þá innrás var allt yfirstaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu