Chelsea hefur undanfarna daga reynt allt til að losna við miðjumanninn Danny Drinkwater.
Drinkwater fékk tækifæri með Chelsea á undirbúningstímabilinu en tókst ekki að heilla Frank Lampard.
Drinkwater hefur spilað 23 leiki fyrir Chelsea síðan hann kom frá Leicester City fyrir 35 milljónir punda árið 2017.
Ekkert lið er tilbúið að kaupa Drinkwater þar sem hann fær 100 þúsund pund á viku á Stamford Bridge.
Englendingurinn er þá ekkert að flýta sér burt en hann er glaður tilbúinn að taka við laununum í London.