fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Baldvin er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPRON, er látinn. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ þann 29. Júlí. Morgunblaðið greinir frá andláti hans.

Baldvin var fæddur þann 12. febrúar 1926 í Ólafsfirði. Á ævi sinni gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var til að mynda frá 1956 til 1960 framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Hann var forstjóri Almenna bókafélagsins 1960 til 1976 þegar hann var ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Þeim starfa gegndi hann til 1996.

Líkt og fyrr segir var Baldvin virkur innan Sjálfstæðisflokksins. Hann var formaður Garðars í Ólafsfirði 1942-1948, í stjórn SUS 1949-1951 og 1957-1959, í stjórn Heimdallar 1956-1957 og formaður 1958- 1959.

Hann var formaður skipulagsnefndar Sjálfstæðisflokksins 1970- 1977 og í miðstjórn flokksins á sama tíma. Hann var varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1962-1966 og 1970-1974.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi