fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Erill hjá lögreglunni í nótt – Fjölmennt í fangageymslum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júlí 2019 05:36

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. 11 gista fangageymslur eftir nóttina og 66 mál voru skráð hjá lögreglunni.

Meðal þess helsta er að maður, vopnaður hníf, reyndi að brjótast inn í hús í miðborginni á fyrsta tímanum í nótt. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Maður datt á skemmtistað í miðborginni á fyrsta tímanum í nótt og skarst á höfði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Á fimmta tímanum í nótt var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um tilraun til innbrots. Hnuplarar voru staðnir að verki í verslunum í Garðabæ og Breiðholti síðdegis í gær.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hlíðahverfi síðdegis í gær. Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, annar er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis en hinn undir áhrifum fíkniefna.

Eignaspjöll á bifreið, innbrot í bifreið, ofurölvi fólk og hávaði frá heimahúsum voru einnig mál sem rötuðu inn á borð lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“