Lögreglan var kölluð að hóteli í miðborginni í nótt þar sem gestur hafði pissað á farangur hjá öðrum hótelgesti. Ekki er vitað hvort atvikið megi rekja til kvikindisskapar gerandans eða hafi verið óhapp.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur einnig fram að tilkynnt var um innbrot í tvo bíla í miðborginni en úr annarri var stolið myndavélum og talsvert af fatnaði.
Loks má nefna að lögreglan aðstoðaði ungan mann við komast aftur á gististað sinn í umdæminu í nótt. Sá hafðist við í tjaldi og virðist hafa tapað áttum á kvöldgöngunni því hann rataði ekki til baka. Úr málum hans tókst að leysa.