fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

„Eftir að ég hætti sem formaður VR verður staða mín á atvinnumarkaði ekki beysin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2019 08:46

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á ekki von á því að hann verði formaður félagsins lengi. Ragnar hefur verið í eldlínunni að undanförnu og óhætt að segja að hann hafi haft í mörg horn að líta. Ragnar er í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kom út í dag.

Í viðtalinu er Ragnar meðal annars spurður út í aðdragandann að því að hann fór að láta til sín taka í verkalýðsbaráttu og þær árásir sem hann hefur mátt sitja undir, til dæmis frá leiðarahöfundum Fréttablaðsins og fleirum.

Tvö ár eru síðan hann var kjörinn formaður en þegar hann er spurður hvort hann hafi hugsað sér að sitja lengi í formannssætinu, segir hann:

„Ég á ekki von á því að ég verði formaður lengi, nei. Þetta hefur verið stórkostlegt, sérstaklega að vinna með öllu þessu góða fólki sem er með mér í stjórninni svo ég tali nú ekki um starfsfólkið okkar sem er algjörlega frábært. En þetta er ekki starf sem fólk á að vera lengi í. Það er auðvelt að brenna út og missa sjónar á því sem skiptir máli. Maður hefur séð fjölmarga sem maður batt vonir við sem vonarstjörnur íslenskrar verkalýðsbaráttu verða samdauna spillingunni og missa sjónar á markmiðunum.“

Ragnar var í fyrsta sæti á lista Dögunar fyrir Alþingiskosningarnar 2013, en hann segir að starf í pólitík sé eitthvað sem hugnast honum ekki. „Heldurðu að starf í íslenskri pólitík heilli nokkra heilvita manneskju? Ég horfi á útsendingar frá Alþingi og vorkenni vesalings fólkinu sem vinnur þar að þurfa að vinna í þessu starfsumhverfi, það er alveg skelfilegt. Þannig að svarið við þessari spurningu er nei.“

Ragnar kveðst í viðtalinu við Mannlíf hins vegar hafa áhuga á að láta áfram til sín taka í baráttunni fyrir réttindum vinnandi fólks. „Ég veit bara ekki alveg enn þá á hvaða vettvangi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að eftir að ég hætti sem formaður VR verður staða mín á atvinnumarkaði ekki beysin, þessi styr sem hefur staðið um mína persónu er ekki beint til þess fallinn að gera mann eftirsóttan af atvinnurekendum. Konan mín er sömuleiðis mjög meðvituð um þetta, við höfum rætt það, en það kemur bara í ljós þegar þar að kemur hvað ég fer að gera, ég hef ekki áhyggjur í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn