fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Steinar á hvergi heima: 150 þúsund fyrir 35 fermetra herbergi -„Þú ert bara að lepja dauðann úr skel“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var oft í tveim vinnum,“ svona hefst frásögn Steinars Arnar Bergmanns Magnússonar sem er vélamaður  hjá Hverfisstöðinni á Njarðargötu.

Steinar er félagsmaður í Eflingu og deilir sögu sinni á Facebook síðu átaksins: „Fólkið í Eflingu“. Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélagi en oft á tíðum fyrir lág laun.

Svaf þrjá tíma á nóttu

Steinar vann í tveimur vinnum, á árum áður. Hann vann hjá Myllunni frá fjögur á morgnanna til tvö á daginn og fór svo þaðan á dekkjaverkstæði þar sem hann vann jafnvel til miðnættis. „Svona vann maður á haustin og vorin, meðan þetta voru tarnir á dekkjaverkstæðinu og svaf þrjá tíma á nóttu.“

Í dag vinnur Steinar á Hverfisstöðinni á Njarðargötu. „Samtals hef ég verið hérna á Hverfisstöðinni í fjórtán ár frá aldamótum með nokkrum hléum þegar ég var hjá Gunna Mæjó og í um tíma í útkeyrslu hjá Ölgerðinni.“

„Helvítis lygari!“

„Á tímabili vann ég bæði í dráttarvéladeildinni á Hverfistöðinni ásamt nætur- og helgarkeyrslu hjá Strætó. Einu sinni var ég í snjókomu á Fjallkonuvegi í Grafarvogi klukkan hálf fjögur um nótt, leigubíll var fastur fyrir framan mig og ég komst hvergi og átti að mæta í dráttarvéladeildina klukkan fjögur að moka snjó.“

Þegar Steinar var barn sagði afi hans honum sögur af löngum vinnudögum, sem Steinar taldi vera ýkjur allt þar til hann fór sjálfur út á vinnumarkaðinn.

„Í gamla daga hlustaði maður á tröllasögurnar hans afa: „Þegar ég var ungur þá vann ég tuttugu tíma.“ Ég trúði ekki lygasögum afa míns fyrr en ég prófaði þetta sjálfur. „Helvítis lygari!“ segja börnin í dag þegar ég segi þeim frá minni eigin reynslu. Þetta segja þau alveg þangað til að þau prufa þetta sjálf.“

Í dag er Steinar þó hættur að vinna jafn mikið enda aldurinn farinn að segja til sín.

„Þetta voru tímabundnar vinnur. Maður er hættur þessu, maður er orðin svo gamall. Þetta gerði maður þegar maður var að koma yfir sig þaki.“

„Þarft að vera með laun eins og eiturlyfjabarón eða ráðherra“

Steinar vann mikið þegar hann var yngri einkum til að eignast húsnæði fyrir sig og sína.

„Ég keypti íbúð á Laugarnesvegi, hún kostaði í kringum 5 milljónir. Við seldum hana og keyptum í Ljósheimum fyrir tæpar sjö milljónir. Ljósheima seldum við á ellefu milljónir og keyptum stærri íbúð á Bústaðavegi fyrir 15 milljónir á þeim tíma. Fjölskyldan stækkaði og íbúðirnar líka. Við skildum eftir öll þessi ár, fjögur börn og endalaus vinna. Ég gaf eftir húsnæðið og flutti út, vildi að allavega börnin væru í öruggu húsnæði. “

Þetta var þó fyrir þó nokkru síðan. Fasteignamarkaðurinn í dag býður ekki upp þetta lengur, erfitt er að fá lán og engu skárri er síðan leigumarkaðurinn.

„Þetta væri ekki hægt í dag. Lítil kjallarahola í miðbænum kostar 30 milljónir. Lánshæfniskröfur hjá bankanum eru orðnar svo strangar að engar meðaltekjur standast þær. Þú getur ekki keypt íbúð í dag, nema að fara í gegnum greiðslumat og þá þarftu að vera með laun eins og eiturlyfjabarón eða ráðherra. Fólk getur verið að borga 300 þúsund krónur í húsaleigu, en það fær ekki lánshæfis mat hjá bankanum til þess að borga helmingi lægri afborganir af láni til þess að kaupa sér. Bankinn segir nei.“

Lepja dauðann úr skel

Steinar segir að húsnæðismálin í dag séu mjög slæm og okrið mikið á leigumarkaðnum.

„Húsnæðismálin eru orðin þannig að þú ert bara að lepja dauðann úr skel. Ég hef verið að skoða 35 fm herbergi til leigu í miðbænum svo að ég þyrfti ekki að reka bíl og gæti bara notað strætó. Leigan er á bilinu 100 til 150 þúsund krónur fyrir herbergi með aðgang að baði og eldhúsi.

Þetta er sorglegt og þess vegna bind ég allar vonir mínar við lífeyrissjóðina og verkalýðsfélögin. Að þau fari að byggja húsnæði yfir okkur verkafólkið fyrir alla þessa milljarða sem þeir eiga, byggja fyrir sína félagsmenn og leigja þeim fyrir 25 prósent af laununum, nota þessa milljarða í þágu fólksins og hætta að hugsa um gróða.“

Bankastjórinn lækkaði um tvöföld laun Steinars

Gott dæmi um hversu bág kjör Steinars eru, er launalækkun Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka um 12,5 prósent.

„Bankastjórinn lækkaði um 12,5 prósent í laun. Hún lækkaði um það sem nemur tvöföld mín laun, hún var með svo hátt kaup að hún finnur ekki fyrir því. Ég vann hörðum höndum til þess að borga skólagjöldin hennar. Það er algjör misskilningur að verkafólk hafi ekki gert neitt fyrir þjóðfélagið og að það séu bara þessir menntuðu sem hafa gert eitthvað. Ef það er ekki þrifið á skurðstofunni þá getur heilaskurðlæknirinn ekki unnið mikið. Mér finnst að það þurfi að jafna launin og setja á launaþak.

Ég er einstæður og á ekki efni á því að lifa eða gera neitt. Ég er húsnæðislaus og fæ að dvelja hjá vinkonu minni. Ég á fjögur börn og ég get ekki séð að neitt af þeim eigi eftir að geta keypt sér íbúð.“

Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“