fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Máni: „Ógeðfelldasta stéttaskipting sem ég hef orðið var við á ævinni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 09:20

Þorkell Máni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni Pétursson annar stjórnandi Harmageddon á dreng sem er greindur með athyglisbrest. Hann gagnrýnir kerfið og það sem er í boði í samtali við Fréttablaðið. Máni segir:

„Í þessu kerfi er ein ógeðfelldasta stéttaskipting sem ég hef orðið var við á ævinni,“ segir Máni og bætir við: „Við hjónin fórum með son okkar í greiningu fyrir tæplega fimm árum. Það tók alveg 12 til 18 mánuði að klára ferlið. Þegar ferlinu lýkur og sonur okkar er kominn með greiningu með athyglisbrest og kvíðaröskun, er okkur tilkynnt að hann komist á námskeið fyrir börn með þessar greiningar. Biðtíminn er 12 mánuðir, en ef við borguðum 70 þúsund krónur kæmist hann á námskeið í næstu viku. Við áttum ekki til orð.“

Sonur Mána þurfti ekki á námskeiðinu að halda og gátu því nýtt þá fjárnumi til að greiða fyrir aðra þjónustu.

„Þá hugsar maður óneitanlega til allra þeirra stráka sem ég hef kynnst í gegnum tíðina í 12 spora samtökunum, drengir sem þurftu á greiningu að halda en voru ekki aldir upp við þær aðstæður að mæður þeirra hefðu efni á að borga þennan 70 þúsund kall.“

Þá segir Máni að það sé mikill misskilningur að allt sé að verða betra enn áður. Þá telur Máni að kerfið geti gert mun betur þegar kemur að unglingsdrengjum. Þá sé hægt að gera mun betur í skólakerfinu og rækta það hver og einn nemandi er góður í og ekki passi allir inn í kassalaga form sem menntakerfið er í dag.

Þá segir Máni:

„Rannsóknir sýna að þeir reykja og drekka minna en áður, staðreyndin er líka sú að þeir eru nú að nálgast Evrópumet í klámáhorfi. Ég spyr mig, eru ungir menn ekki alveg jafn kvíðnir og óstýrilátir og þeir voru fyrir nokkrum áratugum, en í staðinn fyrir að drekka og reykja þá eru þeir að horfa á klám og spila Fortnite allar nætur?“

Bætir Máni við að með því að taka á þessum vanda sparist miklar fjármunir fyrir samfélagið.

„Ég er búinn að kynnast svo mörgum strákum úr myrkrinu og get oft verið gríðarlega reiðir yfir því að það hafi ekki verið tekið utan um þá og gerðar úr þeim betri manneskjur. Þetta geta oft verið hinir mestu snillingar og karakterar, en samfélagið hefur brugðist þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“