fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

„Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert til sem heitir BDSM klæðnaður,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Ísland, í færslu á Facebook. Tilefni færslunnar var pistill Áslaugar Einarsdóttur, master í blaða- og fréttamennsku, þar sem hún gagnrýndi að nemendur Breiðagerðisskóla hefðu verið lánaðir til að taka upp innslag fyrir Hatara í Söngvakeppninni.

Í pistli sínum segir Áslaug: „Hatarar eru yfirlýstur BDSM hópur þar sem leðurólar, gaddar og kynferðislegri órar virðast ráða ríkjum. […] Börn klæddust BDSM búningum á Öskudag og mér til mikillar skelfingar er því tekið með fögnuði hinna fullorðnu. Eigum við að bjóða BDSM-liðum í skólana næst? […] Hvernig á barn að skilja þennan gjörning. Að vera eins og krúttlegu hatararnir eða vera ekki eins og þeir? Hata hvað? Klæða sig eins og þeir eða ekki? Elska eða hata? Drottna eða kúga?“

„Börn eru hrifnæm og eru fljót að máta sig við allt í menningunni sem vekur athygli þeirra. Það er ekkert nýtt og ekkert ljótt, bara börn að vera börn. Við fullorðna fólkið eigum ekki að gera börnum upp kynferðislegar hvatir,“ segir Magnús í færslu á síðu BDSM á Íslandi.

Hann segir að fyrir börnum sé Hatara-búningur nákvæmlega það, Hatara-búningur. Ekkert ólíkt hefðbundnum ofurhetjubúningum,

„Það að eina sem gæti hugsanlega skaðað þau í sambandi við þetta væri ef einhver sem þau taka mark á bregst dæmandi eða harkalega við og kemur inn hjá þeim skömm sem þau skilja ekkert í, því þau hafa ekki þessa kynferðislegu tengingu. Mannssálin mótast af viðmóti annarra en ekki klæðnaði eða fylgihlutum.“

Magnús segir að vissulega sé margt BDSM-fólk sem hafi ánægju af því að klæða sig upp í búninga sem  hafi stundum kynferðislega merkingu fyrir það.  BDSM snýst þó um margt annað.

„BDSM snýst um samskipti fólks og gengur út á að finna fegurð, nánd og innileika með því að sættast við og jafnvel deila sínum dýpstu og skrýtnustu kenndum. BDSM snýst um að vera maður sjálfur á fordómalausan hátt. BDSM snýst um að vera ekki hræddur við að vera viðkvæmur og berskjaldaður og því gengur það í eðli sínu út á traust. Það að leika sér með táknmyndir sem einhverjir tengja við illsku, gerir mann ekki illan eða hatursfullan. Að dæma fólk illt fyrir slíkt er mun nær því að vera alvöru hatur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær