fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Einar Bárðar fór á #metoo fund og eitt atriði gerði hann dapran  

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 15:34

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson var ánægður með áhugaverðan fund sem hann fór á í hádeginu en fundurinn bar yfirskriftina „Þegar konur segja frá – metoo og kraftur samstöðunnar”. Fundurinn var haldinn í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem er á morgun.

 Ein staðreynd varðandi fundinn gerði Einar dapran: Í fullum sal voru aðeins níu karlar á fundinum. Hann skrifar um þetta á Facebook-síðu sína:

„Í tilefni af Alþjóðlegum bráttudegi kvenna fór ég á fund í hádeginu á Grand Hótel sem bar yfirskriftina „Þegar konur segja frá – metoo og kraftur samstöðunnar“. Það kom margt mjög áhugavert fram þar.

Það var fullur salur en ég var einn af níu karlmönnum þarna sem mér þótti áhugavert og dapurlegt í senn.

ASÍ, BHM, BSRB, Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja eiga þakkir skilið fyrir þennan viðburð.”

 Kynferðisleg áreitni snertir Einar

 Vera kann að málefni metoo-hreyfingarinnar höfði sérstaklega til Einars eftir atburði síðasta árs. Þá kvartaði eiginkona hans, Áslaug Thelma Einarsdóttir, undan kynferðislegri áreitni forstjóra Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, en Áslaug gegndi þar starfi markaðsstjóra. Kvartanirnar urðu til þess að forstjórinn var leystur frá störfum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann