fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Þetta voru lokaorð Vilhjálms á fundinum: Sagði Bjarna til syndanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi og varaforseti ASÍ, skoraði á ráðherra að setja sig í spor þeirra sem höllum fæti standa í íslensku samfélagi á fundi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Í kjölfarið gekk hann á dyr.  Áður en hann fór skaut hann fast á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra,

„Bjarni, þetta er álíka há upphæð og þú ert að bjóða okkur núna í skattahækkanir á þriggja ára tímabili. Bara það sem húsnæðisliðurinn er búinn að færa frá heimilunum. Þarna var farið að sjóða á mér, ég skal alveg fúslega viðurkenna það, en ég stóð þarna bara upp og sagðist ekki geta setið lengur á þessum fundi bara vonbrigði mín væru það mikil en lokaorðin mín á þessum fundi var að skora á ráðherrana að setja sig í spor þess fólks sem á ekki fyrir nauðþurftum þegar 5-10 dagar eru eftir af mánuðum og ég sagði : Sko ef þið setjið ykkur í þessi spor þá verðið þið fljót að breyta tillögunum. Við þurfum að hjálpa þessu fólki svo fólk geti haldið hér mannlegri reisn og svo allir geti haft það gott. Við erum ríkt samfélag og við eigum að geta gert þetta.“

Þetta sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann lýsti þar jafnframt yfir sárum vonbrigðum sínum yfir skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í gær. Talan sem hann hafði vonast eftir var lækkun sem myndi auka ráðstöfunartekjur láglaunaðra um 15-20 þúsund krónur á mánuði. Þegar hann gerði sér grein fyrir að það sem ríkisstjórnin var að bjóða kæmi til með að nema um 6500 krónum á mánuði, fór að sjóða á honum sem lauk með ofangreindum hætti, hann rauk á dyr.

Þó lækkunin litla hafi valdið miklum vonbrigðum þá var það ekki kornið sem fyllti mælinn. Fleira var rætt á fundinum sem reitti Vilhjálm til reiði.

„Varðandi húsnæðisliðinn þá var það eitt af því var kornið sem fyllti síðan mælinn hjá mér. Það var farið að sjóða á mér áður. En þá leggja þeir það til að það verði skipaður einhver sérfræðingahópur sem átti að skila af sér 31. mars 2020. Ég benti þeim bara góðfúslega á það að þeir létu samþykkja á Alþingi, 8. maí í fyrra, að skipa  sérfræðihóp til að meta kosti og galla þess að hafa húsnæðisliðinn inn í lögum um vexti og verðtryggingu. Þessi hópur áti að skila af sér, takiði eftir, fyrir áramót.“

„Þannig ég spurði bara ráðherrann: „Eruð þið virkilega núna að fara að skipa annan hóp til að hvað ? Fara yfir hópinn sem þið létuð samþykkja á Alþingi? Svo benti ég fjármálaráðherra á að frá því að þeir samþykktu þetta á Alþingi, 8. maí,  hefur húsnæðisliðurinn einn og sér fært 12 milljarða frá heimilunum yfir til fjármálafyrirtækjanna.“

Vilhjálmur segir það bull að ekki séu til peningar hjá ríkinu til að svara kröfu verkalýðsins.

„Það er til dæmis hægt að stilla þessar skattabreytingar að þannig að þær séu að koma meira til þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélag. Ég segi bara algjörlega eins og er að fólk sem er með mjög háar tekjur það þarf bara ekki að fá neinar skattalækkanir.“

Lægstu laun í dag eru 300 þúsund krónur en til að uppfylla framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins þurfa þau að hækka um 114 þúsund.

„Takið eftir, þetta er bara samkvæmt neysluviðmiði velferðarráðuneytisins og við viljum stíga þétt, jöfn og ákveðin skref í það að ráðstöfunartekjur dugi fyrir þessum nauðþurftum. Verkalýðshreyfing sem hefur ekki kjark eða þor til að stíga þessi skref, hún á bara að finna sér eitthvað annað að gera.“

Aðspurður hvort verkföll væru næsta skref svaraði Vilhjálmur að það væru aldrei formenn verkalýðsfélaganna sem tækju slíka ákvörðun, heldur væru það félagsmennirnir, en staðan væri vissulega slæm.

„Hafi staðan verið alvarlega fyrir fundinn í gær, þá er hún grafalvarleg núna“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Skrif Björns um hælisleitendur sögð „viðbjóðsleg“ – „Skilaboðin eru að flóttafólk sé skítugt og hættulegt“

Skrif Björns um hælisleitendur sögð „viðbjóðsleg“ – „Skilaboðin eru að flóttafólk sé skítugt og hættulegt“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Fylgi Framsóknar minnkar – VG og Miðflokkurinn sækja í sig veðrið

Fylgi Framsóknar minnkar – VG og Miðflokkurinn sækja í sig veðrið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákæra gefin út á hendur Ronaldo

Ákæra gefin út á hendur Ronaldo
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Gladdi gítarleikara Rammstein: „Ég var með stjörnur í augunum“

Gladdi gítarleikara Rammstein: „Ég var með stjörnur í augunum“
Kynning
Fyrir 6 klukkutímum

Kistufell, bifreiðaverkstæði með sögu

Kistufell, bifreiðaverkstæði með sögu