fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Bjarni sakaður um að hryggbrjóta ölvaðan stjórnmálamann sem gekk berserksgang

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 15:40

Samsett mynd. Bjarni Ólafur er til hægri meðan Ingvar Örn er til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Ólafur Magnússon, lögregluvarðstjóri á Selfossi, hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og brot í opinberu starfi. Hann er sagður ekki hafa gætt lögmætra aðferða í eftirför á Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra.

Aðgerðin beindist að Ingvari Arnari Karlssyni en líkt og DV greindi frá í fyrra gekk hann berserksgang á tveggja tonna gröfu í Biskupstungum. Hann var í framboði í sveitarstjórnarkosningum en hann var annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. Í fyrra var greint frá því að nauðsynlegt hefði verið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur Ingvars þar sem hann var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Nú virðist sem sú aðgerð hafi ekki verið samkvæmt bókinni. Í ákæru á hendur Bjarna segir að hann hafi ekið þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðar Ingvars Arnars á allt að 95 kílómetra hraða. Þetta gerðist í kjölfar þess að Ingvar gekk berserksgang á gröfunni. Afleiðingarnar voru að Ingvar Örn missti stjórn á bifreiðinni sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut Ingvar Örn brot á sjöunda hálslið og 10 cm langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu, samkvæmt ákæru.

Sjá einnig: Frambjóðandi á Suðurlandi gekk berserksgang

Líkt og DV greindi frá í fyrra þá gekk Ingvar Örn berserksgang á gröfu við heimili sitt. Í fréttatilkynningu vegna málsins sagði lögregla: „Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi og upp í Þjórsárdal. Á Skálholtsvegi var reynt að komast fram fyrir bifreið mannsins en hann þvingaði þá lögreglubifreiðina út fyrir veg. Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans.“

Þá var sagt að meiðsli hans væru ekki talin alvarleg en ákæra nú virðist benda til annars. Flokkur hans, Nýtt afl, óskaði svo eftir því eftir krísufund að hann myndi stíga til hliðar. Þar sem flokkurinn náði engum manni inn kom ekki til þess. Málið gegn Bjarna verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill