fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Þorleifur stytti sér aldur á Litla-Hrauni: „Hann átti ekki að vera í fangelsi“

Björn Þorfinnsson, Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem stytti sér aldur í fangelsinu Litla-Hrauni síðastliðinn þriðjudag hét Þorleifur Haraldsson. Þorleifur, sem ætíð var kallaður Leifi, var fæddur árið 1974 og var því 44 ára gamall þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eina dóttur. Leifi sat inni fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum undir áhrifum vímuefna. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í byrjun árs 2018. Samkvæmt heimildum DV hafði Leifi glímt við margs konar fíknivanda um langa hríð. „Hann átti ekki að vera í fangelsi heldur í einhverju meðferðarúrræði. Það er skömm að því að slík úrræði séu ekki til hér á landi,“ segir heimildarmaður.

Þriðji á tveimur árum

Þorleifur er þriðji fanginn sem fellur fyrir eigin hendi innan veggja íslenskra fangelsa á tveimur árum og sá sjöundi síðan árið 2001. Þann 13. febrúar 2018 svipti Styrmir Haukdal Kristinsson sig lífi á Kvíabryggju. Í umfjöllun DV um harmleikinn kom fram að Styrmir hefði glímt við margvísleg geðræn vandamál. Árið 2004 skar hann móður sína á háls í geðveikiástandi. Hún hlaut ekki varanlegan skaða af en síðar var Styrmir úrskurðaður ósakhæfur vegna geðklofa. Ljóst var að Styrmir þurfti nauðsynlega á sálrænni aðstoð að halda en engar skynsamlegar lausnir voru í boði. Til marks um það var honum boðið að ræða við sálfræðing í gegnum Skype. Styrmi dreymdi um að ná tökum á lífi sínu en fangelsismálayfirvöld brugðust. Styrmir sagði:

„Ég á mér þann draum að geta lifað eðlilegu lífi í óvernduðu umhverfi og það er kannski dálítið barnalegt að segja það en vitaskuld langar mig að eignast fjölskyldu í framtíðinni. Mig langar að standa á eigin fótum, vera eðlilegur án vímuefna og lifa samkvæmt því.“

Styrmir Haukdal

Tæpu ári áður hafði Eiríkur Fannar Traustason, sem afplánaði dóm fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey, svipt sig lífi í fangelsinu á Akureyri. Skömmu fyrir andlát sitt hafði Eiríkur Fannar eignast tvíburasyni með sambýliskonu sinni, Höllu Björg. „Kannski hélstu að þú værir að gera mér greiða með því að svipta þig lífinu. Það er óbærileg tilhugsun,“ skrifaði Halla Björg í pistli árið 2018 sem vakti mikla athygli og varð til þess að umræða um geðheilbrigðismál fanga fór á flug.

Eiríkur Fannar Traustsson

Sama ár tjáði Ragnheiður Hilmarsdóttir sig um son sinn, Hilmar Má Gíslason sem var aðeins 21 árs þegar hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2007. Hilmar Már fékk aldrei að hitta sálfræðing eða geðlækni á meðan hann sat á bak við lás og slá þótt hann hafi verið í brýnni þörf. Ragnheiður sagði:

„Ég vil að lögð sé áhersla á að það sé hægt að skila þeim betri út í þjóðfélagið, þá með betri og skilvirkari geðlæknaþjónustu og öðru slíku sem má betur fara.“ Hann var dæmigerður ungur smáglæpamaður sem var vistaður á sama gangi og dæmdir morðingjar og ofbeldismenn. Lítið hefur breyst í þessum efnum síðan þá líkt og sorgarsaga Þorleifs staðfestir en Ragnheiður sagði:

„Þarna taka þeir þessa ungu stráka og hreinlega murka úr þeim lífið. Hann var þarna 21 árs gamall og þar að auki misþroska og því mikið eftir á sumum sviðum. Ungur og áhrifagjarn strákur innan um alla þessa sterabolta, hann verður auðvitað bara að engu.“

Hilmar Már Gíslason

 

Óyfirstíganlegt verkefni fangelsissálfræðinga

Í doktorsritgerð Boga Ragnarssonar, nema í félagsfræði við HÍ, sem var birt árið 2013 kom fram að á bilinu 54–69 prósent fanga innan veggja íslenskra fangelsa glímdu við þunglyndi. Þá hafði um þriðjungur reynt sjálfsvíg. Afar brýnt er því fangar fái viðeigandi sálfræðiaðstoð, en því er ekki fyrir að fara eins og staðan er í dag.

Í fangelsum á Íslandi starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Verkefni þeirra er ærið, nánast óyfirstíganlegt. Sálfræðingarnir eiga að sinna öllum föngum sem eru í afplánun, öllum þeim sem eru á reynslulausn. Eru þetta hvorki meira né minna en 600 einstaklingar. Ofan á þetta bætist að sálfræðingarnir eiga að sinna starfsfólki og vinna áhættumat vegna þeirra einstaklinga sem eru að sækja um úrræði eins og reynslulausn eða Vernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill