fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 07:29

Kötlugos 1918. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur orðið heitt, blautt og skýjað þegar íslenska eldfjallið Katla gýs á nýjan leik. Það eru 100 ár síðan síðast en á undanförnum árum hafa verið ýmis teikn á lofti um að hún gjósi brátt á nýjan leik. Nú lekur enn ein vísbendingin út úr Kötlu.

Eitthvað á þessa leið er inngangur fréttar Danska ríkisútvarpsins (DR) um Kötlu og hugsanlegt gos í henni. Fyrirsögnin er: „Íslenskt risaeldfjall er vaknað – Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010.“ Í fréttinni er vísað í nýlega frétt RÚV um kvikusöfnun í Kötlu og rannsókn íslenskra og breskra vísindamanna á gasútstreymi frá eldstöðinni. Rannsóknin leiddi í ljós að rúmlega 20.000 kílótonn af koltvísýringi leka frá Kötlu á sólarhring.

DR hefur eftir Paul Martin Holm, eldfjallasérfræðingi hjá Kaupmannahafnarháskóla, að þetta þýði að Katla sé vöknuð.

„Það lekur mikið gas út og það þýðir að það er kvika undir eldfjallinu sem er komin svo hátt upp að hún er byrjuð að senda koltvísýring frá sér. Þegar kvikan er dýpra leysist koltvísýringurinn upp í henni.“

Fyrirsögn fréttar DR. Skjáskot af vef DR.

Bent er á að Katla hafi gosið að minnsta kosti einu sinni á hverjum 100 árum og stundum oftar. Minnst hafi liðið 13 ár á milli gosa og lengsta bilið sé það sem er núna en síðasta gos var í október 1918.

Þessar staðreyndir og það sem er að gerast í Kötlu er að mati Paul Martin Holm vísbending um að gos sé yfirvofandi.

„En það er erfitt að segja til um hvenær. Hún hefur látið á sér kræla nokkrum sinnum. Gerist þetta eftir einn mánuð? Eftir nokkur ár? Í raun gæti gosið á morgun en ég efast sterklega um það.“

Hefur DR eftir honum. Hann sagði einnig að þegar hraunið færist nær yfirborðinu verði litlir jarðskjálftar þegar hraunið brýtur sér leið í gegnum jörðina. Þetta þýði yfirleitt að gos sé yfirvofandi en þetta hafi ekki enn gerst í Kötlu.

DR segir í umfjöllun sinni að þegar Katla gýs, fyrr eða síðar, séu miklar líkur á að gosið verði stærra og ofsafengnara en þegar gaus í Eyjafjallajökli 2010 en þá lamaði gosið flugumferð í stórum hlutum Evrópu dögum saman.

Paul Martin Holm segir að Katla sé eitt hættulegasta íslenska eldfjallið og í samanburði geti hin eldfjöllin virst vera lítil og sæt.

„Það er mikill ís ofan á Kötlu – 600 metra íslag. Við gos bræðir hraunið ísinn sem verður að vatni og þegar það blandast við heitt hraunið verður mikil sprenging. Þetta getur orðið miklu ofsalegra en 2010.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm
Fréttir
Í gær

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað á að greiða háar skaðabætur fyrir einelti?

Hvað á að greiða háar skaðabætur fyrir einelti?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexandra segir Sigmund Davíð koma úr skápnum sem illmenni: „Fyrirlítur fólk eins og mig“

Alexandra segir Sigmund Davíð koma úr skápnum sem illmenni: „Fyrirlítur fólk eins og mig“