fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Brennisteinslykt af Kötlu: „Það er eitthvað í gangi þarna“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 13:18

Kötlugos 1918. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður eldfjallafræðinga benda til að kvika sé að safnast saman í Kötlu. Eldfjallið dælir út rúmlega 20 kílótonnum af koltvísýringi á dag og hefur lykt af brennisteinsvetni fundist við jökulinn. Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur við háskólann í Leeds í Bretlandi, er ein vísindamannanna sem hefur verið að mæla gasútstreymi frá Kötlu í sérútbúinni rannsóknarflugvél.

Katla er undir Mýrdalsjökli. Mynd/Wikimedia commons

Hún segir í samtali við RÚV að magn koltvísýringsins hafi komið verulega á óvart: „Magnið af koltvísýringi sem við erum að sjá er um 20 kílótonn á dag sem er rosalega mikið og setur Kötlu í þriðja sæti á heimsvísu af öllum eldfjöllum sem búið að er að mæla koltvísýring úr,“ segir Evgenía.

Magnið sé það mikið að ólíklegt sé að þetta sé einungis jarðhitakerfi, líklegast sé að kvika sé að safnast saman. Óvíst sé hvort Katla sé að fara að gjósa, til þess þurfi frekari mælingar: „Þessar niðurstöður sýna að það er eitthvað í gangi þarna.“

Sjá einnig: Dagbók Jóns frá Kötlugosi 1918 – Eldingar, myrkur og risaflóð

100 ár eru síðan Katla gaus síðast, en hún gýs að jafnaði á 40 til 80 ára fresti. Ritaðar lýsingar eru til af Kötlugosum allt frá árinu 1625, nánar lýsingar má finna í dagbók Jóns Gíslasonar frá október 1918. Gosið stóð þá yfir í 24 daga og olli miklu tjóni. Hross og skepnur fórust og fólk var í hættu statt og varð að forða sér undan jökulflóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“