fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Daily Mail birtir nöfn og myndir af hinum látnu í bílslysinu við Núpsvötn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. desember 2018 15:48

Hjónin Shreeraj og Rajshree ásamt börnum sínum. Hin látna Shreeprabha er í fangi föður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir sem lentu í bílslysinu við Núpsvötn ásamt fjölskyldum sínum heita Shreeraj og Supreme Laturia.

Eiginkonur bræðranna, Rajshree og Khushboo, létust báðar í slysinu auk hinnar 10 mánaða gömlu Shreeprabha. Fram hefur komið að litla barnið var ekki í bílbelti. Öll fjögur eru breskir ríkisborgarar sem eiga ættir sínar að rekja til Indlands. Að auki slasaðist níu ára gömul dóttir Shreeraj og Rajshree í slysinu og sonur Supreme og Khushboo sem er á áttunda aldursári.

Hjónin Shreeraj og Rajshree voru á lista áhrifamestu Bretanna af asískum uppruna árið 2015 vegna starfa sinna á fjármálamarkaði og umfangsmiklu góðgerðastarfi. Fram kemur að Shreeraj var farsæll sjóðstjóri hjá RBC Capital Markets. Bróðirinn, Supreme, starfar einnig við fjárfestingabankastarfsemi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Daily Mail um slysið.

Fjölskyldurnar komu til Íslands í fjögurra daga jólafrí og leigðu sér sjö manna Toyota Land Cruiser til þess að ferðast um Suðurlandið. Það ferðalag endaði með skelfilegum hætti þegar bifreiðin virðist hafa snúist á brúnni yfir Núpsvötn. Afleiðingarnar voru þær að bíllinn fór upp á vegrið brúarinnar, hægra megin, rann eftir því nokkra vegalengd og fór síðan út af brúnni. Þaðan féll bíllinn niður á áraurana fyrir neðan brúnna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Í gær

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“