Morgunblaðið skýrir frá þessu. Engin ummerki voru um innbrotin og flokkast þau því sem húsbrot. Mörg slík þjófnaðarmál hafa komið upp á landsbyggðinni að undanförnum en svo virðist sem óprúttnir aðilar finni ólæst hús og fari inn og láti greipar sópar. Áhugi þeirra virðist fyrst og fremst beinast að skartgripum og peningum.
Fram hefur komið í vikunni að lögreglan telur ekki útilokað að hér séu á ferð liðsmenn skipulagðra erlendra glæpasamtaka. Það er því full ástæða fyrir fólk að læsa húsum sínum og vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum mannaferðum.