Um hálf níu leytið í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem hafði brotist inn í íbúð í hverfi 112.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Fram kemur að ungmenni sem búsett er í íbúðinni hafði mætt manninum inni í íbúðinni. Eftir nokkur orðaskipti fór karlmaðurinn af vettvangi ásamt kvenmanni sem var með honum í för.
Um tíu leytið var svo tilkynnt um yfirstandandi innbrot skammt frá vettvangi. Í kjölfarið voru karlmaður og kvenmaður handtekin grunuð um fyrrgreint innbrot og tilraun.