fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Elvar vill bjóða bófanum sem rændi hann í mat: „Mig sárnaði bara aðeins en ég bíð með opinn faðminn“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarverk voru unnin við sjóböðin á Hauganesi í vikunni þegar óprúttinn aðili braut upp peningakassa á staðnum og stal þaðan peningum. Elvar Reykjalín staðarhaldari greinir frá þessu á Facebook og biðlar til skemmdarvargsins að gefa sig fram. Hann segist í samtali við DV vilja leysa málið í vinsemd og án allra eftirmála. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is fjallaði fyrst um málið.

Á Hauganesi hafa verið settir upp þrír heitir pottar. Enginn starfsmaður er við staðinn en þess í stað er gestum bent á að borga 500 krónur í peningakassa sem staðsettur er við pottana. Það var sá kassi sem þjófurinn náði að opna. Í opnu bréfi sem Elvar birti á Facebook í gær biðlar hann til þjófsins að hafa samband.

„Vissir þú að það kostaði okkur mikinn pening og mikla vinnu að gera þessa aðstöðu sem svo margir hafa notið og glaðst í. Það tekur mörg ár að borga hana upp með þeim litla peningi sem safnast í heiðarlega samskota kassann sem þú braust upp. Örugglega hefur þú orðið fyrir vonbrigðum því aldrei sjást nú stórar fjárhæðir í kassanum. Það er ekki fallegt að stela og skemma og kannski ertu með smá samviskubit út af þessu því þú hefur örugglega gert þetta í einhverri fljótfærni,“ skrifar Elvar.

Í samtali við DV segist Elvar alls ekki bera neinn kala til þess aðila sem skemmdi kassann. „Mér sárnaði bara aðeins en ég bíð með opinn faðminn. Þetta er búið að ganga svo vel og það hefur ekkert komið uppá frá því að við fórum í þetta verkefni.,“ segir hann.

Elvar á og rekur veitingastaðinn Baccalá Bar á Hauganesi og vill að það komi skýrt fram að hann vill leysa málið á sem bestan hátt. „Ég býð honum í mat hjá mér á Baccalo ef hann hefur samband við mig,“ segir Elvar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“