fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Gjaldkeri ungmennafélags kærður fyrir fjárdrátt

Hjálmar Friðriksson, Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 14:48

Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmennafélag Grundarfjarðar, UMFG, hefur kært fyrrverandi gjaldkera félagsins fyrir fjárdrátt. Um er að ræða mann sem sat í stjórn félagsins um árabil.

Vísir greinir frá þessu og segir að Héraðssaksóknari hafi málið til rannsóknar. Ragnar Smári Guðmundsson, formaður UMFG, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við DV. Aðrir stjórnarmenn sem ræddu við DV vildu heldur ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í gjaldkerann við vinnslu fréttarinnar.

Heimildir DV herma að meintur fjárdráttur telji milljónum króna og málið hafi komist upp síðasta sumar. Málið kom inn á borð Héraðssaksóknara í vor, Ólafur Þór Hauksson saksóknari staðfesti það en vildi ekki staðfesta meinta upphæð. Samkvæmt heimildum RÚV er gjaldkerinn fyrrverandi grunaður um að hafa dregið að sér rúmar tíu milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Í gær

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Í gær

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl